Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Stjörnuspá dagsins

Rakst fyrir tilviljun á stjörnuspánna mína inná MBL.is núna áðan, fannst hún viðeigandi í dag, hehe...

aquarius  Vatnsberi: Fólk er yfir sig hrifið af þér, og þú ættir að reyna að njóta þess - jafnvel fá eitthvað út úr því! Vinir þínir elska að fá að kynnast þér með því að skoða myndir eða hitta fjölskyldina þína.

-ég þarf greinilega að líta betur í kringum mig og finna allt þetta hrifna fólk! Blush


Bloggpása...

...eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir að þá hefur ekki mikið verið bloggað hér á bæ að undanförnu.  Fólkið er einfaldlega búið að vera upptekið við aðra hluti í frítímum sínum.  Við fundum loksins húsgögn sem að okkur leist vel á og fjárfestum við okkur í svoleiðis um daginn.  Eins er búið að vera að dytta að ýmsu smálegu í húsinu, vinna, sofa, fara í heimsóknir og fleira smálegt þannig að tölvan er eiginlega bara búin að vera vanrækt.  Svo er ég líka búin að vera upptekin við að prjóna síðustu vikur - svo að þau 30.8% ykkar sem að svöruðu því í könnuninni að ég myndi taka fram prjónana, hafið haft rétt fyrirpaskaungar ykkur. 

Gerðum okkur dagamun síðastliðinn miðvikudag, borðuðum á Reykjavík Pizza Company, namm namm, voða góðar eldbakaðar pizzur þar, mæli alveg með því.  Síðan skelltum við okkur yfir í Möguleikhúsið við Hlemm, þar sem við sáum Epli og Eikur, með Hugleik.  Alveg þrusugóð sýning og gaman að henni.  Á eftir buðu Nína og Keith okkur heim til sín í rauðvín og osta og dvaldist okkur þar dágóða stund.  Röltum síðan upp á hótel í rólegheitum, fyrst að maður var að gera sér dagamun, þá um að gera að gera það með stæl! Joyful

Erum búin að fara í 3 fermingarveislur að undanförnu og auðvitað var borðað á sig gat í þeim öllum.  Í gær fengum við okkur langan* bíltúr í tilefni dagsins, á Flúðir, græddum bæði kaffi og með því og svo grillveislu um kvöldið áður en brunað var heim aftur.  Það má segja að öll plön um kílóafækkun séu á hillunni þessa dagana.  Á von á því að þurfa að leggjast undir skurðarhnífinn einhverntímann á næstu vikum til að láta laga gamalt/nýtt mein og þá í kjölfarið, vonandi, minnkar eitthvað spekið......hehehe

Komment dagsins í gær átti ég sjálf þegar við vorum á rúntinum.  Búin að keyra í gegnum bæinn og Mosó og vorum komin á Þingvöll, og þar var líka flaggað í hálfa stöng eins og svo víða, svo að uppúr mér kemur; hver ætli hafi eiginlega dáið, það er barasta alls staðar flaggað í hálfa, meira að segja á Þingvöllum.*  hahaha Blush  

*(ég vil taka það fram fyrir þá sem að ekki fatta, það var föstudagurinn langi!)


Draumfarir

Við vorum bara að vakna, en ég get ekki annað en sest niður og skrifað niður þennan draum sem að mig dreymdi í nótt, hann er svo rosalega sterkur.

 Ég er á gangi niður aðalgötu bæjarins ásamt vinkonu minni.  Við erum staddar ca. við hliðiná gamla pósthúsinu, áður en við komum að Paddy's.  Þá sjáum við flugvél vera að hrapa, neðar í götunni, hún stefndi ca. þvert niður, var hvít og blá með Icelandair logoinu á stélinu og svo kom bara hvellur og svona eldhaf sem að barst upp götuna í áttina á okkur.  Við náðum að forða okkur á bak við næsta bíl á meðan eldhafið fór framhjá, en þvílíkur hiti.  Ég reyndi að hringja í 112 en það var alltaf á tali.  Þegar hitann lægði ákvaðum við að fara nær, en þá var vinkona mín allt í einu orðin önnur vinkona mín og sú átti heima neðar í götunni, og í húsinu hennar voru börnin hennar sofandi.  Við hlupum niðureftir og sáum þá hvar flugvélin stóð beint uppúr einum elsta skemmtistað bæjarins, stélið upp, en núna var þetta ekki Icelandair, heldur logo frá öðru flugfélagi sem að ég man ekki hvað heitir, samt svona gyllt á lit.  Húsið hennar var við hliðina skemmtistaðnum, en allir heilir á húfi þar inni.  Ég kvaddi hana, og sagðist ætla að kíkja á systur mína, en systir mín var samt aldrei nafngreind í draumnum.  Allt í einu er ég stödd á bakvið skemmtistaðinn þar sem að flugvélin stendur uppúr húsinu og allt brunnið í kringum hana.  Þá tek ég eftir að það er fullt af fólki í sjónum, en það er samt allt lifandi og á leið til lands.   Það var samt mjög djúpt í vatninu, uppað höndum og haus.  Ég þekkti ekki þetta fólk, þetta voru farþegar úr flugvélinni.

Samkvæmt www.draumur.is táknar það að dreyma flugslys eftirfarandi:

Flugslys í draumi er merki um að dreymandinn sé undir miklu álagi og setji sér markmið sem hann á erfitt með að ná. Eins gæti þetta verið merki um skort á sjálfstrausi sem hindrar dreymandann í að ná markmiðum sínum.

 

Og þá vitum við það - ég er undir miklu álagi og skortir sjálfstraust etc. hehehe  Verð greinilega að fara að vinna í mínum málum!


Talandi um að vera utan við sig!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_happy_20bunny_20weee.gif

Já, hann hefur greinilega verið eitthvað utan við sig maðurinn þarna í Suður-Afríku sem að gleymdi barninu sínu í bílnum, með hörmulegum afleiðingum.  Þetta er eitthvað sem að enginn vill lenda í!

Annars var helgin fín, fengum góða gesti á laugardag og svo fórum við í leikhús í gærkvöldi, og ég veit núna að það er hreinlega hægt að deyja úr hlátri.  Ég hló svo mikið á tímabili að ég hélt að ég myndi hreinlega kafna og það líða yfir mig.  Náði ekki andanum á tímabili ég hló svo mikið, og var farið að svima og líða undarlega - sem betur fer dó ég ekki... Saklaus hehehe.  Annars fórum við að sjá Viltu finna milljón, sem er alveg sprenghlægilegt gamanleikrit, þó að söguþráðurinn hafi nú verið hálf þunnur - en gaman að því - hláturinn lengir lífið, ef maður hreinlega deyr ekki úr honum! Glottandi

Aníta er búin að vera með hita annað slagið síðan á föstudagskvöldið, en er samt bara nokkuð hress inn á milli þess sem að hitinn rýkur upp.  Hún er ekki með nein sjáanleg einkenni, þ.e. ekki með kvef, kvartar ekki um í eyrum eða hálsi og segist ekki vera illt neins staðar, svo að ef að hún rýkur enn einu sinni upp í hita í kvöld verðum við að láta kíkja á litla strumpinn, núna er klukkan orðin korter yfir 3 og hún enn hitalaus, við krossleggjum fingur um að svo verði áfram!

Kallinn heima þessa vikuna svo að ég er hamingjusöm kanína! Koss


mbl.is Ungabarn lést þegar faðir þess gleymdi því í bíl í Höfðaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá öppdeit

Halló-Vínpartý

Mar hefur nú ekki frá miklu að segja eftir þessa helgi.  Held að hápunktur helgarinnar hafi verið þegar Kitchen Aid sem að við fengum í brúðargjöf var tekin í notkun á laugardaginn þegar við bjuggum til pasta í pastavélinni sem að við fengum okkur við hana (brúðargjöf auðvitað).  Það smakkaðist að sjálfsögðu æðislega og verða eflaust gerðar fleiri tilraunir með apparatið á næstunni!

Við hjónakornin sátum í skólanum og lærðum um helgina ( eða reyndum það ) og komumst bæði að því að við þurfum að setjast niður og byrja að læra.  Bara spurning hvenær maður gefur sér tíma í það.

Það er komin dagsetning á árlega Halló-Vín partýið okkar - það verður haldið laugardaginn 4. nóvember - vinsamlegast takið kvöldið frá og byrjið þegar að sauma búningana...hehehe.  Fyrir þá sem nenna ekki að sauma og vilja panta get ég bent á þessa síðu, www.joke.co.uk

Við erum að fara til Noregs síðustu helgina í október - ætlum að skella okkur í heimsókn til Trausta og Elsu með stelpurnar, bara gaman að því!

Tengdamóðir mín varð árinu eldri í gær og óskum við henni að sjálfsögðu til hamingju með það - og takk fyrir kökurnar Ullandi slef!

Eliza Lív teiknaði þessa mynd áðan á meðan ég setti Anitu í rúmið, ef að þið sjáið ekki hvað þetta er að þá er þetta hinn myndarlegasti blómálfur, ég bara varð að leyfa þessu að fljóta með.  Hlæjandi

Kallinn annars kominn til London eina ferðina enn, skil ekki hvað við vorum að flytja þaðan, hann er alltaf þar, hehehe.  Annars er þetta 8. vikan hans í röð á ferðalagi, kemur alltaf heim um helgar til að knúsa okkur þessi elska.   Koss

Ég ætla annars að snúa mér að skilaverkefni vikunnar í rafmagnsfræðinni, diffrun og tegrun, hvað er nú það, verð að þykjast vita eitthvað og reyna að koma einhverju vitrænu frá mér fyrri miðnætti.

Á meðan...

...lifið heil

 


Fleiri myndir

Má ég kynna...

Hr. og Frú

... Hr. Jón Fannar og Frú Rósu

 

View this video montage created at One True Media
Brudkaup 15.07.2006

 

Sunna frænka mín er búin að setja inn myndir frá brúðkaupinu inná síðuna sína, ýtið HÉRNA


Fleiri myndir

Göngum, göngum, göngum uppí...

...ísbúð!  Ég var örugglega ekki búin að segja ykkur frá gönguklúbbnum sem að við nokkrar í vinnunni stofnuðum um daginn.  Fórum í jómfrúargönguna á þriðjudaginn síðasta eftir vinnu, það var þetta fína veður úti þegar gangan hófst, en eftir u.þ.b. 5 mínútur, var komin mígandi rigning.  Túrinn var í heildina um klukkustundar langur, og notuðumst við við göngustíga sem að liggja í gegnum leita og vallahverfin.  Við erum stoltar af því að hafa staðist freistinguna því að leiðin lá framhjá aðal ísbúð bæjarins - en það langar engann að borða ís úti í rigningu.  Við ætlum að halda áfram að hittast á þriðjudögum og tökum börnin með okkur.  Vonandi verður amk. þurrt næst!

Annars var ég í bæjarrápi í dag, læknastúss á okkur mæðgum, enduðum allar í stólnum hjá háls-nef og eyrnalækninum.  Hann vildi meina að þetta eyrnavesen á stelpunum væri að öllum líkindum arfgengt og að annað, ef ekki bæði foreldranna verið eyrnabörn.  Ég sagði að það væri nú skrítið, því að við hefðum sko ekki verið með í eyrunum sem börn.  Hann bað mig vinsamlegast um að setjast í stólinn svo að hann gæti mælt og skoðað mig í boði hússins, og hvað haldið þið, ég hef verið með miklar eyrnabólgur sem barn því að hljóðhimnan hægra megin sérstaklega ber þess merki. (einhver vansköpun og hola á henni).   Stundum er hægt að vera með bólgur í mörg ár, án þess að nokkuð virðist að barninu.  Einu vísbendingarnar geta verið að barnið fer að heyra illa - samanber það sem að var að Elizu Lív, greinilega búin að vera með eyrnabólgu í mörg ár og hálf heyrnarlaus þar til að hún fékk rörin um daginn.  Og svo hefur hún líka verið með eyrnabólgu bara fyrir nokkrum vikum, en þökk sé rörunum, að þá lak hún bara beint út!  Hann sagði líka að ég gæti hafa fengið bara í hægra eyrað, og þess vegna ég ekki misst heyrn og þetta aldrei uppgötvast.  Og að þetta hafi síðan bara gengið til baka með árunum, og ég verið heppin, því að þetta hefði getað endað á hinn veginn, með einhverjum agalegum sjúkdómi, sem felur í sér heyrnarleysi og jafnvel dauða ef ekki er gripið nógu snemma inní.  Held að hann hafi verið að hræða mig til að koma með stelpurnar á réttum tíma í skoðun á 3. mánaða fresti, hann fékk nefnilega barn í síðustu viku til sín sem að hafði verið trassað að koma með í tékk í heilt ár og allt komið í óefni!  En við erum semsagt á góðu róli, eyrnalega séð!

Bóndinn er enn í útlöndum (Hamborg og London), og ekki væntanlegur fyrr en aðfararnótt laugardags, spurning hvort að hann sjáist eitthvað heima yfir helgina, brjálað að gera í húsbyggingu!  Eitthvað var hann að tala um að fara til Denver í næstu viku, en ekkert komið á hreint með það ennþá - kemur í ljós um helgina! 

Úlpur eru annars illfáanlegar í landi elds og ísa á þessum árstíma.  Ég hefði haldið að úlpur þyrftu að vera til sölu á Íslandi, á öllum árstímum, því að hér er alltaf kalt, bara mismikið!  Ekki get ég af því gert að barnið tók upp á því að vaxa uppúr úlpunni sinni núna, en ekki á hentugum úlpusölutíma!  Ég er búin að þræða alla Kringluna 2x en það er engin úlpa til þar í stærð 92 á stelpu - bara léttir sumarjakkar og vindjakkar.  Dettur enn í hug 2 staðir til að kíkja á, en fresta því fram að næstu bæjarferð, hún verður bara að brúkast við ermastutta úlpu stelpuskottið, fólk heldur örugglega að við séum svona illa stödd, álpappír í gluggunum og barnið í of litlum fötum, hahahahahahahahahahahaha............... Hlæjandi

Gaman að þessu!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband