Pestarbæli...

Heldur bálegt ástandið á heimilinu núna, stelpurnar báðar lagastar í flensu og húsmóðirin ekki alveg heil heilsu heldur.  Samt ekki thermoalveg eins veik og þær.  Ég hef barasta aldrei vitað eins harðgera flensu, Eliza er búin að liggja síðan á laugardaginn, með háan hita, en Anita lagðist í gær.  Alveg merkilegt hvað hitalækkandi hefur lítil áhrif á Anitu.  Hún fer alveg uppí 40 stiga hita, fær hitalækkandi, og þá eftir 1-2 tíma að þá er hitinn kannski kominn niður í 39.3, þó að hún sé bara á nærfötum.  Ég hef aldrei kynnst þrautsegjari hita eða jafn langri flensu.  Þær vöknuðu báðar með 39 stiga hita í morgun svo að þetta er greinilega ekkert á undanhaldi.  Einnig fylgir þessu  barkabólga, hæsi og hósti.  Svo að ég mæli ekkert með að fólk sé að koma í heimsókn á meðan þessi ósköp dynja yfir, nema náttúrulega að það vilji ná sér í flensu!! Sick  Vonandi verður þessu nú lokið um helgina samt, ekki gaman af þessu veikindastússi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband