Af jarðaförum og öðrum förum!

Fór í jarðaför í gær - ein lengsta jarðaför sem að ég hef verið viðstödd, fór fram á tveimur tungumálum svo að allt var tvítekið.  Legstaður mannsins var allavegna sá einn fallegasti sem að ég hef séð - í Fossvogskirkjugarðinum niður við sjóinn með frábært útsýni, og hvíli hann nú í friði manngreyið þó að ættingjar hans hái nú stríð með lögfræðingum um skiptingu arfsins - eins gott að blanda sér ekki of mikið í þetta stórskrýtna mál!

Eftir jarðaförina skelltum við Karen okkur á kaffihús og fengum okkur síðbúinn hádegismat, röltum síðan í góða veðrinu í miðbænum og enduðum á Ingólfstorgi með einn feitan í brauðformi - namm namm, veðrið í Reykjavík í gær var alveg rosalega gott, svona ísdagur!

Þegar ég var á Reykjanesbrautinni, á leiðinni heim, að þá hringdi Jón Fannar í mig og bauð mér með sér út á föstudaginn eftir viku, að því gefnu að við fengjum pössun, annaðhvort til New York eða Boston og ég var farin að hlakka geðveikt til.  En svo í dag að þá kom símtal frá honum um kaffileitið - hann þarf að vera í Glasgow á mánudaginn, svo að núna er hann á leiðinni útá flugvöll og er að vonast til að ná til Boston áður en vélin hans fer þaðan í kvöld, þá kemur hann í fyrramálið hingað til lands - en það er svo sem ekkert komið á hreint ennþá hvort að hann nái þessu flugi - hann þarf fyrst að ná flugi frá San Fran til að komast til Boston í tæka tíð.  Þetta kemur allt í ljós 0

Stefnan er annars tekin á höfuðborgina á morgun.  Eitt afmæli/innflutningspartý sem að þarf að fara í annað kvöld og eitt stk. fermingarveisla á sunnudaginn.  Svo að stelpurnar ætla að gista hjá Mæju ömmu og ég og kannski Jón Fannar gistum einhversstaðar - líklegast hjá frænku minni stóreignakonunni 0

Þannig er nú staðan á málunum í dag.  Við stelpurnar erum að passa hana Kamillu fram eftir kvöldi, vorum að koma af vídeóleigunni og erum að borða pizzu - til hvers eru föstudagskvöld til annars?

Ása Böðvarsdóttir er 8 ára í dag - við óskum henni innilega til hamingju með daginn! 0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband