Af ræningjum...

...gekk í bókaklúbb fyrir stelpurnar um daginn, var lofað svaka tilboði, nokkrum bókum og ég veit ekki hvað og hvað fyrsta mánuðinn og svo ein bók á mánuði eftir það.  Ákvað að slá til í nokkra mánuði, alltaf gaman að eignast nýjar og fallegar bækur.  En svo barasta steingleymdi ég að ég hafði gengið í þennan bókaklúbb, fyrr en ég, fór að skoða visakortsyfirlitið mitt og sá að það var farin greiðsla út af kortinu mínu, og líka í síðasta mánuði, en ekki hafði ég orðið var við eina einustu bók inn um lúguna.  Svo að ég sendi kvörtunarbréf.  Og ekkert gerðist, ekki einu sinni svar!  Svo ég sendi annað kvörtunarbréf, spurning hvort að það komi eitthvað útúr því!!

Annars veit ég um dæmi í Bretlandi þar sem að veski var reyndar stolið, en skilaði sér til baka um 8 mánuðum seinna, reyndar bara með lyklum (með öryggislyklakippu svo að það var hægt að rekja hvert átti að senda okkur það) og ónýtri einnota myndavél, og svo náttúrulega veskið.  Löggan fann það og sendi það til baka.  Þannig að eitthvað kerfi hjá þeim virkar þarna úti, þó að það sé nú ekki það skilvirkasta.

Jæja, ætli sé ekki mál til komið að henda sér í háttinn, kallinn úti alla vikuna, en nóg á döfunni á næstunni svo að okkur á ekki eftir að leiðast.


mbl.is Vont að týna veskinu í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hélt þetta væri færsla um skoðanakönnun í suðurkjördæmi og fyrisögnin myndi vísa í mannin í öðru sæti hjá sjálfstæðismönnum.

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Rosaleg

Já, það má svo sem alveg túlka titil bloggsins á þann veginn, en er sá karakter ekki meira efni í t.d. heila bók, ekki hægt að gera honum og hans gjörðum góð skil í einni bloggfærslu! 

Rosaleg, 18.4.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband