Lambakjöt og lambakjöt

leg_of_lambLambakjöt er ekki bara lambakjöt.  Ég tel mig nú hafa smakkað lambakjöt frá nokkrum löndum, breskt, welskt, skoskt, írskt og ný-sjálenskt.  Ég verð nú að segja að ég skil vel viðhorf landbúnaðarráðherra með að flytja ekki inn erlent lambakjöt þegar það er nóg af því hér og miklu betra kjöt!  Og fyrir utan það að ætla að flytja inn kjöt hinum megin af hnettinum, að þá er það hreinlega ekki eins gott og þetta íslenska.  Trúið mér, ég er búin að reyna.  Grilla og steikja og sjóða.  Það er bara eitthvað auka ullarbragð af þessu lambakjöti sem að ég hef verslað þegar við bjuggum úti, ef að maður ætlar að grilla það eða ofnsteikja.  Reyndar er það ágætt soðið í kjötsúpu, þá finnur maður ekki mikinn mun.  Þetta ný-sjálenska er samt mun skárra heldur en lambakjöt upprunnið í Bretaveldi, sem er óætt með öllu sökum ullarbragðs og óbragðs.  En samt, það kemst ekkert lambakjöt sem ég hef smakkað, með tærnar þar sem það íslenska hefur hælana! 


mbl.is Ekki fullreynt með lambakjötið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband