Ítalía, hæ hó og brjálaæði

Já já, góðan og blessaðan daginn.  Eitthvað virðist maður hafa verið busy undanfarið, enda í nógu að snúast. 

Byrjaði aftur að vinna um mánaðarmótin svo að þar var nóg að gera eftir að hafa verið fjarverandi í þrjár vikur.  Aníta datt á leikskólanum og nældi sér í heilahristing, daginn áður en ég flaug til Ítalíu.  Ítalía var náttúrulega bara kapítuli út af fyrir sig sem að verður ekki rætt um nánar hér á blogginu.  Svo var bara kominn 17. júní allt í einu, hæ hó og jibbíajei, og í dag er 19. júní sem er betur þekktur sem kvennadagurinn, eða baráttudagur kvenna, eða eitthvað tengt kvenfrelsi og réttindum kvenna.  Dagur rauðsokkanna!  Allavegna fengu íslenskar konur kosningarétt 19. júní 1915.

Sumarið þýtur framhjá með ógnarhraða, zzzzúmmmm, maður verður að hafa sig allan við ef að maður ætlar hreinlega ekki að missa af því.  Erum reyndar á leiðinni til le France næstu helgi, rómó ferð í Paris, styttist í pappírsbrúðkaupið sko!

 

Au revoir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband