Hneyksl...

harrypotter...loksins hafði ég tíma í dag til að kíkja í bókabúðina, en hef verið mjög upptekin undanfarið í sumarbústaðarheimsóknum og ferðalögum, en tilgangur ferðarinnar var einmitt sá að fjárfesta mér í nýjasta eintakinu af Harry Potter, svo að í næstu fyrirhuguðu bústaðaferð hefði ég nóg lesefni á milli handanna.  En nei, hún er víst uppseld, er væntanleg á þriðjudaginn, hugsanlega!!!  Ekki hélt ég að íslendingar læsu svona mikið af bókum á ensku, en greinilega eru fleiri fullorðnir en ég að glugga í þessar stórskemmtulegu bókmenntir.  Játa það fúslega að ég á allar bækurnar, á ensku, og hef lesið sumar þeirra oftar en einu sinni og aðrar oftar en tvisvar!  Halo   

 Þetta ku víst vera útaf nördageninu... Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætlaði að kaupa bókina á sunnudaginn fyrir rúmri vikur, einum og hálfum sólarhring eftir að það var byrjað að selja hana og þá var hún UPPSELD, bjóst nú ekki við því svona fljótt. Verðum bara að bíða eftir næstu sendingu. 

Kveðja Eygló 

Eygló Hulda (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband