Allt bara creisý!

Já, það má með sanni segja að mér finnst allt hafa verið creizý í þjóðfélaginu undanfarna daga.  Helgin sérstaklega!  Þið vitið svo sem hvað ég er að tala um, ýmislegt í gangi sem að maður hélt að viðgengist bara á götum erlendrar stórborgar - en okkur fer svo sem óðum fjölgandi hérna á klakanum, kannski ekki við öðru að búast en að því fylgi sömu vandamál og annarsstaðar í heiminum.

Af öðrum málum er mest lítið að ske, er náttúrulega bara upptekin við að vera í sumarfríi, og þar af leiðandi keppist um að hafa það næs!  Erum búin að ferðast smá síðasta mánuðinn, og leggjum land undir fót aftur nú um verslunarmannahelgina, verðum í bústað í nágrenni Laugarvatns með vinum og vandamönnum.  Allavega er maður dauðfegin að vera í bústað, en ekki að velkjast í tjaldi einhversstaðar, það spáir ekki gæfulega fyrir suðurlandið um helgina!  Heppin ég að vera ekki að fara til eyja!!!

Hef ekki enn náð að krækja mér í Harry Potter, spurning um að biðja eiginmanninn um að koma með eintak með sér úr stóru flugvélinni í kvöld! Smile  Hún er eflaust til á Heathrow!

Tókst á við frumraun mína í snúða og skinkuhornabakstri í gær, og tókst svona glimrandi vel hjá mér, það er ekki loku fyrir það skotið að þetta verði endurtekið í nánustu framtíð!  Uppá síðkastið finnst mér ekkert smá gaman að baka brauð og þessháttar með geri, hef ekki gert mikið að því um ævina. 

carsmokeBíllinn er á verkstæði í dag, og hinn bíllinn uppá flugvelli bíðandi eftir eiganda sínum sem að væntanlega skilar sér heim í kvöld.   Bíllinn var sendur á verkstæði þar er mér fannst hann reykja of mikið, og þegar bíllinn er farinn að reykja meira en ég, að þá er kominn tími fyrir heimsókn á verkstæði!!!  Vonandi finna þeir hvað er að hrjá greyið "litla" svo að við getum farið á honum í sveitina um næstu helgi. 

Snúllurnar eru þessa stundina að lúlla hjá ömmu sinni, ég skrapp í bíó í gærkvöldi við aðra konu, og sá hina stórgóðu chick flick Georgia Rules, mæli alveg með henni, ég skemmti mér konunglega, gaman, drama og átök skiptast á að skemmta manni eða græta!  

Vá, ég trúi því annars ekki að ég eigi bara eftir rúma viku í sumarfríi!   aaaaarrrrrggggghhhhh......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband