Rólegheit

Er heima bara í dag að dúlla mér.  Börnin fóru uppí bústað með afa og ömmu og erum við hjónakornin bara ein heima þessa helgina.  Stefnt var á það að sofa út, en nei nei, mín náttúrulega virðist vera komin í rútínuna aftur og glaðvöknuð klukkan 7.  Á slaginu sko!  Ég eyddi morgninum í það að læra og er búin að skila mínum fyrstu verkefnum í náminu - undan áætlun, sem að er nú hálfgert met því að ég vinn alltaf fram að deadline!  Sé fram á að þetta verði strembin önn, mikið um skilaverkefni í hverri viku - púff púff, hvenær ætlar mín eiginlega að finna tíma til þess.  Held að ég verði að fjárfesta mér í lýsi eða ginseng svo að ég fái meiri orku, og nái að vaka fram yfir 9 á kvöldin. Glottandi

Í kvöld erum við svo með starfsmannapartý fyrir vinnuna mína, er svona að dúlla mér í að taka til og ganga frá þvotti, alveg merkilegt hvað það getur hlaðist upp af þvotti á einni viku!

 

Uppeldishornið:  Það er alveg stranglega harðbannað að kúka í baðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er verið að stútera?? Mér finnst þú ekkert smá dugleg. Stórt heimili (eiginlega 2 heimili), 2 börn, kall, vinna og SKÓLI!! Dáist að þér að nenna þessu :)

Elsa Þóra (IP-tala skráð) 26.8.2006 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband