Síðasti dagur riddarans...

...í dag lék ég hlutverk mitt sem riddari í síðasta skipti.  (börnin héldu að ég væri riddari en ekki ritari, hehe)  Á mánudaginn hefst síðan alvara lífsins og skólinn byrjar.  Ég verð nú að segja að það er með trega sem ég kveð þetta starf mitt, en sem betur fer þarf ég ekki að kveðja starfsfélagana, því ég verð áfram með tölvurnar - væntanlega bíður mín svo staða þegar ég útskrifast eftir 3 ár!

Annars var fríið ljúft en þessi vika hefur verið alveg agalega erfið, vakna á morgnanna klukkan 7 er hryllilegt og koma okkur útúr húsi á réttum tíma er rosalegt átak og þreytan sem að herjar á mann á kvöldin er gífurleg.  En væntanlega skánar þetta nú bráðlega, þegar maður venst rútínunni!

Ætlum að skella okkur í brúðkaup á morgun til Skúla og Erlu og í bíó á sunnudaginn með stelpurnar.  Annars veitir okkur eflaust ekki af að taka smá skurk i pallamálunum, en það vantar herslumuninn uppá að hann verði tilbúinn.  En þetta fer allt að falla allt saman í farveg þegar maður er hættur að vera í sumarfríi og eyðir meiri tíma heimavið.  Erum nú búin að afreka helling innanhúss í sumar, setja upp ljós og snaga og spegil og myndir og lyfjaskáp og svona dyttinn og dattinn.  Næstu vikurnar verður það eingöngur skúrinn og pallurinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband