Stutt er á milli hláturs og gráturs!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_crosswithsunrise.jpg

Já enginn veit sína ævina fyrr en öll er!  Ég veit ekki alveg hvernig það er, en mér finnst einhvernveginn fleiri deyja í kringum mig þessa dagana heldur en verið hefur.  T.d. á meðan við bjuggum úti, var það mjög lítið, en svo einhvernveginn þegar við erum orðinn partur af íslensku samfélagi aftur, að þá snertir dauðinn mann oftar því að maður fylgist betur með því sem að er að gerast.  (andlátstilkynningar og minningargreinar o.s.frv.) 

Ein kunningjakona mín lést s.l. sunnudag langt um aldur fram og vil ég því tileinka henni þessa færslu.  Hún var góð kona, ávallt svo lífleg, hress og skemmtileg og gaman að spjalla við hana um heima og geima.  Þó að kynni okkar hafi nú ekki varað nema s.l. ár að þá var hún þannig manneskja sem að gaf svo mikið af sér, eftirminnileg persóna.  Ég hálfpartinn trúi því varla að hún sé farin.  Guð blessi þig og geymi Jóna mín. 

Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund,
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.

Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.

Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er.
Grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.

Lífið manns hratt fram hleypur,
hafandi enga bið,
í dauðans grimmar greipur,
gröfin tekur þar við.
Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt.
Fetar þann fús sem tregur,
hvort fellur létt eða þungt.



Hallgrímur Pétursson
1614-1674

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú svo þegar byggðin er minni, verður fólkið í því samfélagi oftar meira var við dauðsföll.
þannig er það og eins í litlum byggðarlögum þá lamast oft heilu þorpin þegar dauðaslys verða þar sem allir þekkja alla. María G.

Mamma (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband