Netfíkn ??

Held að ég sé haldin þessum nýja sjúkdómi.  Allavegna VERÐ ég að komast á netið og lesa féttir og blogg á svo til hverjum degi.  Sörvæva reyndar alveg 1-2 vikna frí frá tölvunni, en alltaf er jafn gott að lesa fréttir aftur!  Glottandi

Ekkert nýtt títt, kallinn liggur í flensu, en við stelpurnar erum hressar, reyndar Anita einum of hress stundum, gráum hárum hjá okkur fer óðum fjölgandi! Fýldur  Um síðustu helgi varð hún frekar reið er hún fékk ekki sínu framgengt ( um að fá nammi ) og kallaði mig Kúkalabba!  Núna er hún í því að segja eitt og annað við okkur, en klikkir út með "nei dók" sem að útleggst, "nei djók".  Maður veit eiginlega ekki hvað maður gerir við svona óþekktargorm! Óákveðinn  Prakkarastelpa!

Húsið er tilbúið undir parketlögn og flísalögn, eða svo til, vantar bara að sópa smá og ryksuga, hjálpsamir aðilar vinsamlegast gefið sig fram! Hlæjandi


mbl.is Netfíkn verður algengari og alvarlegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig mjög vel, eyði alltof miklum tíma fyrir framan tölvuna. Hlakka til að hitta prakkarana þína eftir viku ;)

Elsa Þóra (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband