Brjósta-kjúlli

ChickenBreasts...eða chickenbreasts eins og breskurinn segir það. Ef að innflutningur á ferskum kjúklingabringum verður til þess að lækka verð á innlendum kjúklingi að þá er þetta bara af hinu góða. Ég ætla ekki að lýsa því sjokki sem ég fékk þegar ég flutti aftur til landsins og þurfti að kaupa í matinn fyrir fjölskylduna. 1500-2000 krónur fyrir einn bakka af kjúklingabringum! Og það er í lágvöruverslun - hef séð bakka með bringum slaga upp í 3000 kallinn.  Kjúklingur er aðaluppustöðumatur fjölskyldunnar og er hann hér á borðum ca. 3x í viku. Ég var vön að kaupa pakka af bringum fyrir ca. 500-600 krónur svo þið getið vel ímyndað ykkur af hverju manni hefur brugðið við. En það er bara eitt við þetta að bæta - MATUR ER ÓGEÐSLEGA DÝR Á ÍSLANDI!

Ég á að vera að læra fyrir próf - það gengur nú svona eins og það gengur. Þrjú próf eftir næstu 12 dagana svo að ég kem ekki upp úr kafinu fyrr en 16. maí. VicPlayhouse

Afmælisveislan hjá yngri prinsessunni verður svo haldin 18. maí frá klukkan 15:00 og fram á kvöld. Vonandi verður gott veður svo að hægt sé að bjóða gestum á nýja fína stórglæsilega sólpallinn okkar. Það sem verra er að nú heimta stelpurnar kofa í garðinn - svo að ætli það verði ekki næsta smíðaverk hjá pabbanum - að smíða kofa handa þeim Wink - það er svo sem í lagi að fá kofa en sú yngri vill fá í hann útvarp og sjónvarp, ætlar að flytja út í hann held ég.


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Mér finnst kjúklingur vera lúxusvara sem ég leyfi mér ákaflega sjaldan að kaupa. Ef ég kaupi kjúkling eru það oftast bitar í boxi á niðursettu tilboðsverði í Bónus. Ég kaupi mest lambakjöt og það er miklu ódýrara en kjúklingur. Kílóverð af lambalæri er helmingi lægra en kílóverð af bringum og þetta er hvorutveggja að mestu leyti vöðvar. Fáðu þér næst læri en ekki bringu...  ég mæli með því. Ég gerði reyndar eitt sniðugt í haust. Keypti folald, fékk mann til að úrbeina það og setja í loftþéttar, merktar neytendaumbúðir og borgaði fyrir það um 500 kr kílóið sem telst nú bara þokkalegt. Fékk hakk, gúllas, snitsel og steikarbita. Mjög fínt kjöt og sem dæmi þá er kílóaverð á folaldasteik yfirleitt yfir 2000 kallinn. Maður þarf að vera sparneytinn.

Kristín Guðbjörg Snæland, 8.5.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband