Annir

Graskerið okkar

Já, það er mikið búið að vera um að vera hér á bæ undanfarið.  Allt á fullu í húsinu og við annaðhvort þar að parketleggja eða í Byko að versla eitthvað sem uppá vantar.  Þess á milli sefur maður og sækir vinnu.  Aumingja börnin eru búin að vera óvenjumikið í pössun þessa vikuna, enda foreldrarnir með eindæmum uppteknir.  Við búumst við að vera áfram soldið upptekin, enda stefnum við á að flytja í kringum næstu mánaðarmót ef að vel gengur að klára það sem klára þarf.  Auðvitað hefur eitt og annað gengið á, vitlaust afgreiddur vaskur, baðið passar ekki miðað við staðsetningu blöndunartækja, borað í gegnum pípu, ekki nóg af gólfflísum og eitt og annað smálegt, en það er bara gaman að því og eru vandamál ekki til að leysa þau??

Halló Vín partýið um síðustu helgi heppnaðist með eindæmum vel, mikið stuð, mikil gleði og mikil skemmtun.  Skelli hérna inn nokkrum myndum til gamans - og svo hittumst við bara að ári í næsta Halló Vín Partýi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband