Notalegheit!

Ohh, hvað það er gott að vera í svona fríi - sofa mikið og horfa á imbann og slaka á!   Fórum í matarboð í gær (vorum þar reyndar líka í kaffinu, extra uppáþrengjandi gestir, hehe!) og fengum voða fínan mat - namm namm - þetta stefnir í að verða frekar matardagbók en blogg! Glottandi

Dagurinn í dag er búinn að vera fínn - fórum í bíltúr áðan, keyptum ís og rúntuðum útí Garð og Sandgerði.  Áður en það gerðist eignuðust stelpurnar ný hjól!  Veðrið var svo rosalega gott að við ákváðum að í dag væri tilvalið að gefa sumargjafirnar - þ.e. nýju hjólin þeirra.  Það var mikil hamingja og það er búið að hjóla útí eitt síðan.  Fórum í góðan göngutúr með stelpurnar, Elíza hjólaði (að mestu leyti), Anítu var ýtt, og við löbbuðum.  Við þurftum svo að draga þær inn um sjöleytið, en þá höfðu þær verið í garðinum að leika sér í nær klukkutíma.  Við verðum virkilega að redda sandi í sandkassann sem fyrst - nú þegar veðrið er að skána sé ég fram á að þær eigi eftir að leika mikið úti í garði á næstunni!  Myndir af hjóladrottningunum koma inn á næstunni!

Kvöldið er heldur óráðið - en við erum komin með manneskju til að passa fyrir okkur svo að ætli það verði ekki kíkt í eins og einn bjór eða svo - og svo í partý sem að búið er að bjóða okkur í!

 íha... Svalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband