Rigning vs Sól

Eitthvað var heilsan undir slappleikismörkum á sunnudag, allavegna stendur páskaeggið mitt ennþá óhreyft inní skáp, ekki verið mikil lyst á sætinum undanfarið - ótrúlegt en satt, ég var nú bara búin að hlakka til að borða páskaegg í margar vikur.  Kalldúllan kom færandi hendi með Konfektegg frá Nóa handa mér (hann fékk líka eitt, ég er að narta hans núna hehe), stelpuskotturnar fengu egg líka og þeim fannst nú nammið inní mest spennandi - eggin eru eftir svotil alveg heil, hugsa að þau lendi nú í ruslinu úr þessu, þær eru alveg búnar að gleyma þeim núna. 

Við ákváðum að stelpurnar gætu alveg eins fengið sumargjafirnar sínar um helgina fyrst að veðrið var svona gott - og núna er kvöð á okkur að fara með þær að labba á hverjum degi, eða við að labba - þær að hjóla.  Sandkassinn var líka tekinn í notkun um páskana, og nú er ekkert gaman að vera inni lengur, þær vilja vera úti, annaðhvort að moka eða hjóla.  Svo að það er hætt við að grágulgræni liturinn sem að hefur verið á andlitinu á mér hverfi á næstunni, verður vonandi að brúnku - nú er bara að vona að gula skrímslið á himnum láti sjá sig sem oftast á næstunni!

Aníta er annars komin með leikskólapláss og byrjar 11. júlí, en þá kemur leikskólinn úr sumarfríi.  Berglind ætlar að vera í vist hjá okkur og svo er róló opinn líka, því að mín verður að vinna til 7. júlí - þó að maður vinni í skóla fær maður sko ekki kennarasumarfrí - bara strípaða 24 daga, ég tek 3 vikur í júlí, og  2 vikur í ágúst þegar við förum til Tenerife.......vííí, mér er ýkt farið að hlakka til!  Vinn nokkra daga þarna um mánaðarmótin júlí/ágúst áður en ég fer aftur í frí.

Síðasti dagurinn í páskafríinu í dag, var að brúðkaupsstússast í morgun, fór í lönsj með unnustanum í hádeginu á Duus og svo notaði ég seinnipartinn til að olíubera garðhúsgögnin og var ekki vanþörf á því, þau voru greinilega orðin mjög þyrst, hugsa að ég verði að fara aðra umferð bráðlega, svona svo að þetta endist íslenskt sumar, á einhvernveginn von á meiri rigningu heldur en sól hér á Fróni í sumar!  

Hver er ykkar skoðun á því máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auja Guð

ég get nú alveg komið í heimsókn og hjálpað þér með eggið...........ekkert mál ; )

Auja Guð, 21.4.2006 kl. 09:18

2 Smámynd: Rosaleg

Og það er ennþá óopnað!! Er enn að vinna í að borða eggið frá bóndanum......múhahahaha!

Rosaleg, 21.4.2006 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband