brrrrr.........

frosinnJá, ég gat ekki hugsað annað í gærmorgun þegar ég vaknaði hvort ég hafi virkilega sofið svona lengi. Farið að sofa í október og vaknað í desember. Ótrúleg ofankoma sem hefur verið hjá okkur síðustu daga - í byrjun október, ekki alveg það sem við eigum að venjast hérna á suðvesturhorninu. En ég var í byrjun ágúst búin að spá hörðum vetri svo að þetta er alveg í takt við þá spádóma mína W00t

Fór í gærkvöldi ásamt hópi af góðu fólki á sýninguna Fló á skinni í Borgarleikhúsinu og skemmti mér alveg konunglega. Skemmtilegt gamanleikrit þar á ferð fyrir þá sem finnst gama að hlæja. Fórum eftir sýninguna að borða á Vegamótum og fengum stórgóðan mat. Góð leiksýning+góður matur = gott og skemmtilegt kvöld.

Hef verið undir svolitlu álagi undanfarið, þ.e. mikið að gera hjá mér svo að tími minn er af skornum skammti í einhver skemmtilegheit. Núna er það bara vinna, læra, sækja skóla, borða, sinna börnum, heimilistörfin (í lágmarki þó) og sofa svona þegar ég má vera að því....hehehe, en nei nei, þetta er allt að verða komið í rútínu hjá mér og álagið fer vonandi smám saman að jafnast út.

Jæja, best að snúa sér að einhverjum skemmtilegheitum Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég sá Fló á skinni í vor og þetta er alveg prýðisskemmtun. Gott að fá tækifæri til að skilja börnin eftir heima og hlæja svolítið með öðrum fullorðnum :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 5.10.2008 kl. 14:30

2 identicon

Skemmtileg leiksýning :) og fínasta pizza fyrir utan úldna pepperóníið (",)

Sigurbjörg G. (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband