Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

þessi og þessi og þessi og þessi, ekki þessi, þessi....

Er ykkur eitthvað farið að lengja eftir boðskortum í brúðkaup?  Þau eru á leiðinni, eru að fara í gegnum prentsmiðjuna þessa dagana og í póst fyrir helgi - jei!

Er annars svona að fara yfir þá hluti sem að eru ógerðir ennþá og svitna alveg við að sjá listann verða stærri og stærri - mar hefði bara átt að fara til Vegas, svei mér þá!  En þetta reddast vonandi allt í tæka tíð Glottandi  -  búið að bóka kirkjuna og prestinn, er það ekki höfuðmálið? Ullandi

Annars er það alveg komið á hreint hvað fólk ætlar sér að gera í sumar samkvæmt könnuninni sem að ég setti inn hér að neða.  Sleikja sólina, grilla, synda, tjalda, sumarbústaðast og tjilla big time er það sem að stendur upp úr!  Fæstir ætla að vinna og enn færri ætla að fljúga flugdreka.  Það vill hins vegar enginn spila fúlan tölvuleik sem að er náttúrulega bara gott mál! Til hvers að vera að spila tölvuleik ef að hann er fúll?  Öskrandi

Jæja, best að halda áfram skipulagningu...............pjúff................ Hlæjandi............blóð, sviti og tár!

 


Graðskagavegur??

 Hvar er þessi Graðskagavegur eiginlega??  Skemmtileg villa í fyrirsögn þó að efni fréttarinnar sé alls ekkert aðhlátursefni!  Tekið af vef Víkurfrétta www.vf.is

Þriggja bíla árekstur á Graðskagavegi
Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, olli þriggja bíla árekstri á Garðskagavegi milli Garðs og Sandgerðis á níunda tímanum í gærkvöldi.

Viðkomandi hugðist aka framúr bifreið en lenti á afturhorni hennar. Síðan lenti bifreið hans á kyrrstæðri bifreið sem var í vegaröxl. Farþegi í þeirri bifreið slasaðist og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Flytja þurfi tvær bifreiðar burt með dráttarabifreið.

Mynd: Úr safni VF og tengist ekki slysinu sem um ræðir


Týnt!

Hvernig í ósköpunum stendur á því að þegar maður þarf á einhverjum ákveðnum hlut að halda, að þá finnst hann ekki.  Og þegar maður þarf ekki á honum að halda - að þá er hann að þvælast fyrir manni í tíma og ótíma!  Held að þetta sé eitt af lögmálum Murphy's!


Júró hvað?

Verður spennandi að sjá hvernig Silvía Nótt stendur sig á sviðinu í kvöld, ég og mín fjölskylda ætlum allavegna að fylgjast spennt með.  Allt getur gerst!  Ætli maður verði ekki bara að vera hóflega bjartsýnn á það að hún komist áfram, mar er nú ekki búinn að gleyma hvernig fór fyrir Selmu greyinu í fyrra!!Hissa

Brúðarkjólamátun núna seinnipartinn - spennandi að sjá hvort að kjóllinn muni passa! 

Margt búið að vera að gerast undanfarið, Aníta komin með enn eina eyrnabólguna og í þetta skipti vellur gröfturinn bara út útaf rörunum - þau virka allavegna rétt og hún virðist ekkert finna fyrir, nema bara að þetta er heldur subbulegt!  Komin á pensillín en eina ferðina, nóg búið að bryðja af því á mínu heimili undanfarið.  Annars á snúllan afmæli á sunnudaginn svo að undirbúningur fyrir þau hátíðarhöld er í fullum gangi.

Afmælisbarn dagsins er hún Anna Dóra móðursystir mín og er hún XX ára í kvöld Koss  Hamingjuóskir til hennar í tilefni dagsins!


Já það er nú víst eins gott...

...að passa sig á útlendu plastblómasölunum!
mbl.is Útlendur plastblómasali rændi aldraða konu í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wow!

Ég segi nú barasta ekki annað.  Hvað er í gangi?  Ja, það er eins gott að sleppa ekki hendinni af snúllunum of snemma!!  Og vera góð fyrirmynd. 

Mér finnst bara 12 ára vera útí hróa hött!  En það er nú í umræðunni að það þurfi að lækka aldurinn á kynlífsfræðslunni, og miðað við það sem að maður heyrir hjá þessum börnum uppí skóla sem að eru 11-12 ára - að þá er nú ekki vanþörf á því!!!  Ef að ég heyrði rétt að þá var eitt af því sem að var mikið spurt um, hvenær væri maður orðinn nógu gamall til að hafa samfarir!!

 Já, þetta er unga fólkið í dag!  Iss, ekki var þetta svona þegar ég var að alast upp...hehehe  Saklaus

 


mbl.is 12 ára stúlka á von á barni í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af barneignum!

Og nei, ekki meira planað hjá mér.  Var bara að velta fyrir mér þessari frú í Litháen, hvernig skyldi heimilislífið ganga fyrir sig á þeim bæ?  Getnaðarvarnir - hvað er nú það??
mbl.is Átján barna móðir í Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að gera í sumar?

Hvernig væri nú að taka þátt í skoðanakönnuninni hér að neðan?  Hægt er að velja mörg svör og kjósa svo.  Allir að kjósa - gaman að sjá hvað fólk ætlar að gera sér til dundurs í sumar!

Free polls from Pollhost.com
Hvað á að gera í sumar?
Tjilla  big time Fara í útilegur Grilla massamikið Sleikja sólina Fara í sund Vinna eins og vitleysingur Fara í sumarbústað Fá ís í áskrift Fara á útihátíð Sleikja sólina á sólarströnd Mála húsið Reyta arfa  Slá blettinn Drepa flugur Fara á ættarmót Fljúga flugdreka Týna ber Djamma og djúsa Hoppa á trampolíni Spila fúlan tölvuleik   

Þetta var nú gaman - er það ekki? Brosandi


StrepA

Mín lögst í rúmið með Streptokokkasýkingu í hálsi - veit ekki hvar ég náði í hana - en ef að einhver ykkar sem að ég hitti í síðustu viku farið að fá hálsbólgu/eyrnabólgu og general slappleika, að þá sakar ekki að láta taka sýni!  Drattaðist loksins til dokksa í gær eftir að hafa verið drulluslöpp og illt síðan á föstudag - og er komin á penisillín - guð hvað það er nú gaman eins og það er þekkt fyrir fáar aukaverkanir og ég fæ þær yfirleitt allar!!  Reyndi að fara í vinnu í morgun, en var bara of sloj til að meika það, var skipað að fara heim og jafna mig betur!  Svo að mín er bara heima núna - í rúminu - eins og góðum sjúklingi sæmir...hehehe Saklaus  je rægt, tók með mér vinnu heim, ætla að dunda mér við hana fram eftir degi, sé til hvort að ég leggi mig, ég þarf allavegna ekki að vera á þönum hérna heima eins og í vinnunni.  Ég er ágæt svo framarlega sem að ég tek því rólega og bryð verkjastillandi á 5 tíma fresti!

Annars var kátt á hjalla hér á laugardaginn - bóndinn fékk góða afmælisgjöf frá góðu fólki og var hún brúkuð fyrir allt þetta góða fólk á laugardagskvöldið - namm namm - grilltímabilið er hafið!!  Við tókum fram hoppukastalann fyrir börnin, veðrið var yndislegt og allt með besta móti -  nema náttúrulega heilsan á mér sem að var hálf sloj.........en velheppnað kvöld engu síður.

Afmælisbarn dagsins er hún stóra systir mín, Auður, hún er 29 ára og 96 mánaða í dag - við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju með afmælið - þið náið hennir undir http://konan.blog.is

Og, já, það verður svo 2. ára afmælisveisla hérna heima hjá okkur sunnudaginn 21. maí klukkan 15:00 - Aníta  Ýrr snúlla á afmæli!


kissíkissíkiss

Við ofnæmisparið verðum greinilega að byrja hvern dag á því að kyssast í hálftíma til að takast á við frjókorn dagsins - sakar ekki að prófa!
mbl.is Kossaflens talið draga úr ofnæmisviðbrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband