Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Öppdeit

Jæja, komið að smá öppdeiti.  Hmm, hvar skal byrja - jú, ég er alveg að verða komin í sumarfrí, hef mig hreinlega ekki í það að gera nokkurn skapaðan hlut, þó að það sé af nógu að taka.  Núna eru u.þ.b. bara 3-4 tímar þar til ég segi skilið við stofnunina í 5-6 vikur, er ekki alveg búin að ákveða hvað ég geri með fríið mitt, er nefnilega búin að segja upp vinnunni frá og með 20. ágúst, því að þá gerist ég námsmeyja (meyja, I wish) í KHÍ.  Hef sett stefnuna á upplýsingatæknikennarann!  Var að reyna að finna eitthvað sem ég gæti lært sem væri með lengra starfsheiti, en tókst það ekki! LoL  Það er ekki laust við að það sé farið að gæta tilhlökkunar hjá mér að takast á við þetta nýja verkefni.  Ég verð reyndar áfram eitthvað hérna í skólanum, í svona sérverkefnum... já, það verður erfitt að hætta að vinna hérna og vera með fingurnar í öllu, en það hlýtur að venjast, ég verð bara að vera dugleg að koma í kaffi og fá skúbbið í æð!  Tounge

Annars ætlum við stórfjölskyldan að leggja land undir fót í dag og bruna á ættarmót í Borgarfirðinum.  Ég á bara eftir að pakka öllu og versla, en það hlýtur að reddast, vona bara að ég muni eftir öllu!  Ég mundi meira að segja eftir því að fara með tjaldsúluna sem gaf sig í fyrra í viðgerð fyrr í vikunni svo að þetta ætlar allt að smella saman.

Vonum bara að veðrið verði svona það sem eftir er af fríinu mínu!!!!!!!!!!  Hvað gerir maður annars í nokkrar vikur í fríi með ekkert planað??


Æj æj...

...og ég ekki í vinnunni!! Skrýtið að kerfið hafi ekki farið í gang, það fer vanalega í gang ef það brennur brauð í ristavélinni!!
mbl.is Skjót viðbrögð komu í veg fyrir bruna í Akurskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítalía, hæ hó og brjálaæði

Já já, góðan og blessaðan daginn.  Eitthvað virðist maður hafa verið busy undanfarið, enda í nógu að snúast. 

Byrjaði aftur að vinna um mánaðarmótin svo að þar var nóg að gera eftir að hafa verið fjarverandi í þrjár vikur.  Aníta datt á leikskólanum og nældi sér í heilahristing, daginn áður en ég flaug til Ítalíu.  Ítalía var náttúrulega bara kapítuli út af fyrir sig sem að verður ekki rætt um nánar hér á blogginu.  Svo var bara kominn 17. júní allt í einu, hæ hó og jibbíajei, og í dag er 19. júní sem er betur þekktur sem kvennadagurinn, eða baráttudagur kvenna, eða eitthvað tengt kvenfrelsi og réttindum kvenna.  Dagur rauðsokkanna!  Allavegna fengu íslenskar konur kosningarétt 19. júní 1915.

Sumarið þýtur framhjá með ógnarhraða, zzzzúmmmm, maður verður að hafa sig allan við ef að maður ætlar hreinlega ekki að missa af því.  Erum reyndar á leiðinni til le France næstu helgi, rómó ferð í Paris, styttist í pappírsbrúðkaupið sko!

 

Au revoir 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband