Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hó hó hó...

Jæja, þá er maður skriðinn upp úr námsbókarfjallinu og verkefnasúpunni og farinn að geta tekist á við þjóðfélagið aftur. Svo þurfti ég náttúrulega að leggjast í pest strax eftir að síðasta prófinu lauk svo að allt er í raun viku seinna á ferð en ég ætlaði mér, en hvað um það!

Litla draumasnúllan! Fædd 19.12.08Ég eignaðist nýja litla frænku í gær, og hún er barasta algjör draumur í dós. Ég var svo heppin að fá að vera viðstödd fæðinguna og verða vitni af þessu kraftaverki. Draumafæðing á draumabarni er ekki annað hægt að segja. Það er ekki laust við að það sé komin upp einhver hæna í mér, klukk klukk klukk! Allavegna er vel farið að klingja og ég hefði vel getað hugsað mér að taka hana bara með mér heim! Wink  Hún er alveg agnarsmá, 13 merkur og 49 cm - og algjör rúsína.

Jólaundirbúningur er á fullu á þessu heimili og er ég u.þ.b. á leiðinni að skella mér í stórbakstur eftir smá stund. Svo þarf að setja upp aðeins meira jólaskraut og ekki má gleyma jólaeldhúsgardínunum sem enn hafa ekki ratað upp!

Ég verð þó að lýsa yfir hneykslan minni á neðangreindri frétt. Finnst fáránlegt að kennarar geti ekki átt sitt einkalíf í friði. Hvernig ætla þeir annars að fylgja þessu eftir? Verður einhverjum eftirlitsbúnaði plantað á hvern kennara sem nemur hvort að hegðun hans er ósæmileg eða ekki. Sendir svo skilaboð í miðlægan gagnagrunn ef að viðkomandi svo lítið sem ropar, prumpar eða fær sér rauðvínsglas! Ég er hrædd um að ég yrði að breyta um starfsvettvang ef svo verður raunin, og er ekki nógur skortur á kennurum fyrir? Ég hlaut nýverið kosningu meðal samstarfsfólks sem mesti djammarinn - veit ekki hvernig ég á að taka þeim titli, hvort að það sé af því að ég fer reglulega út á meðal fólks að skemmta mér eða eitthvað annað! hmmmmm  Ég hef nú verið sökuð um það hingað til að vera lélegur djammari af vinum mínum hehehe - svo að ef ég er mesti djammarinn að þá er þetta ekki mikið vandamál í mínum skóla Tounge


mbl.is Kennarar séu fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband