Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Gleðilegt sumar

Jæja, þá á sumarið að vera mætt á svæðið. Á! En væntanlega verður nú meira vor í lofti næsta mánuðinn eða svo heldur en sumar. Mér, persónulega, finnst sumarið ekki vera komið fyrr en lauf eru komin á tréin og maður heyrir í slátturvélum óma allan liðlangan daginn um helgar. Þá fyrst er sumarið komið í mínum huga. En þessi tímamót sem sumardagurinn fyrsti markar er alltaf jafn skemmtilegur ár hvert - maður fer til móts við dagana sem eftir koma með bros í hjarta. Happy

Auðvitað er þessi árstími vinsæll hjá skvísunum mínum - þær eru búnar að vera úti að hjóla á nýju hjólunum sínum núna í heila viku og ekkert er eins skemmtilegt en að vera úti að leika sér allt í einu - þær voru farnar að kvarta yfir snjónum í mars og spurðu: "mamma, hvenær fer snjórinn eiginlega?" Þær fengu líka fína sumargjöf frá ömmu sinni sem hitti beint í mark - sumarkjóla, sem auðvitað verður sportað síðar í dag, fyrst í afmælisveislu og síðan í grillveislu!

Set inn hérna smá myndband af þeim systrum að prófa nýju hjólin sín í fyrsta skipti!


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Déjá vu fílingur í gangi

Skýringar Wikipedia á hugtakinu "déjá vu" eiga vel við þá tilfinningu sem ég fann fyrir er ég las þessa frétt! Og ekki orð um það meir. Halo
mbl.is Skelltu sér í nætursund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvueign landsmanna

fartolvaJá - ekki skrítið að netvæðingin sé svona mikil hérna - tölvueign landsmanna er líka í mjög mikil og enginn er maður með mönnum nema að eiga helst nýjustu og flottustu týpu - ja, eða allavegna starfhæft eintak sem tengist við ADSL, mótöld eru svo til orðin úrelt fyrirbæri, en alltaf nokkrir sem enn nota innhringisamband.

Eitt verkefni sem ég gerði um daginn í skólanum snérist um upplýsingatækni og þar gerðum við könnun þar sem m.a. var spurt hvort að nemendur hefðu aðgang að tölvu heima hjá sér. Niðurstaðan varð sú að 97,9% aðspurðra nemenda höfðu aðgang að tölvu heima hjá sér og 59,7% nemenda áttu eigin tölvu til afnota. Úrtakið hjá okkur voru nemendur í 7. og 8. bekk.

Ég held að hlutfallið fyrir netvæðingu þjóðarinnar verði ennþá hærra ef að úrtakið er eingöngu miðað við 60 ára og yngri, þó að eldra fólk sé alltaf í sívaxandi mæli að tileinka sér tölvutæknina.  Það verður fróðlegt að sjá þetta hlutfall hækka á komandi árum eftir því sem þjóðin eldist og þær kynslóðir sem hafa alist upp með tölvuna sér við hlið síðustu 20-30 árin taka völdin í þjóðfélaginu.


mbl.is Langmesta netvæðingin hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launarugl á skerinu!

Held að það skipti engum togum með þessi laun - þau eru öll of lág til að lifa sómasamlegu lífi á þessu skeri.  Eftir að hafa eytt síðustu 4 tímum í að fara yfir fjármál heimilisins Devil sýnist mér ekki vera annar kostur í stöðunni en að fara aftur út á vinnumarkaðinn sem rafeindavirki því jú, þeir hafa hærri laun heldur en kennarar - a.m.k. á mínu sviði. Ætli niðurstaðan verði sú að ég pakki saman í náminu og hætti við að gerast kennari?  Sýnist að ég þurfi að taka inn eins og 350-400þús á mánuði......og ekki gerist það í kennarastarfinu!!  Allavegna er skrítið að framfærsla sem dugði okkur fjölskyldunni vel fyrir nokkrum mánuðum sé ekki lengur nóg til að láta enda ná saman. Allt hækkar nema launin hér á landi er líklegasta skýringin! Shocking

Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi að flýja skerið, aftur, og flytja erlendis. Lífsgæðin hafa allavegna ekki batnað eftir flutninginn á skerið þar sem við tókum bæði launalækkun við þann prósess.

Hvar enda þetta allt saman? Angry


mbl.is Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorið er komið...

snjór...eða svo hélt ég þangað til mér varð litið út um gluggann í morgun. En snjórinn á nú að stoppa stutt við í þetta skiptið segja þeir. Meira að segja stelpurnar eru farnar að kvarta, "hvenær kemur sumarið" spyrja þær reglulega. Já, það er ekki að sjá að sumardagurinn fyrsti sé eftir hálfan mánuð. Aumingja lóan - skyldi hún lifa þessar hremmingar af? Væntanlega!

Annars er að hefjast hjá mér heilmikil törn í skólanum, lokahnykkurinn í verkefnaskilum áður en prófin hefjast. Ég verð að játa það að mig er nú svolítið farið að hlakka til að komast í sumarfrí, þó ég ætli að vinna eitthvað í því - eilíf verkefnavinna og lestur tekur toll af manni!

Fórum á stórskemmtilega ballettsýningu í síðustu viku og horfðum á frumburðinn skoppa um svið Borgarleikhússins sem kanína - voða stolt mamma tók fullt af myndum sem munu líta hér dagsins ljós von bráðar í formi stuttmyndar.  En lærdómurinn kallar svo ætli það sé ekki best að sinna honum það sem eftir lifir leikskólavistunar barnanna!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband