Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Gott með þá!

Flott hjá RÚV ef þeir halda þessu til streytu - gaman að lesa svona frétt mitt á milli allra niðurdrepandi krepputengdra fréttanna!
mbl.is Engar auglýsingar í tengslum við barnaefni í Sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agi...

...í lagi - ja, eða ólagi?  Finnst þetta reyndar ágætt ráð hjá kallinum að beita sektum, enda þetta sama vandamál í mörgum skólum hér á landi! Farsímaeign nemenda er með mesta móti og símar í dag orðnar græjur hinar mestu, myndavélar, myndbandstökuvélar, hljóðupptökutæki, tónlistarspilarar og útvörp!  Allt getur þetta valdið truflun á hefðbundnu skólastarfi og vegna persónuverndarsjónarmiða óásættanlegt að börn séu með síma í skólanum. Kennarar eru teknir upp í kennslustund eða nemendur í búningsklefum - allt er þetta svo komið á YouTube eða Facebook um leið!  Ekki nógu sniðugt, held að enginn vilji fá mynd af sér á netið í sturtu eftir íþróttatíma svo dæmi sé tekið!

Hvaða ráðum er hægt að beita hér á landi? Sé ekki fyrir mér að menntamálaráðherra fari að vasast í þessum málum!


mbl.is Farsímar bannaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Ísland

Já já - ég vísa nú bara í færsluna hér á undan- ríkisstjórnin í Manitoba virðist vera að gera meira fyrir Íslendinga heldur en íslenska ríkisstjórnin.


mbl.is Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirheitna landið...

Nýja Ísland í Manitoba...jæja - eru þá ekki bara allir á leiðinni úr landi?  Flytjast búferlum til vesturheims til Nýja-Íslands? Ekki finnst mér ástandið hér á Fróni vera félegt í nánustu framtíð!

Ætli þetta sé fyrsti hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda - þ.e. að flytja atvinnulausa Íslendinga úr landi?

Upplýsingar um Gimli í Manitoba

Vefmyndavél sem sýnir útsýni yfir Winnipeg vatn frá höfninni í Gimli


mbl.is Samkomulag um atvinnumöguleika í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband