Færsluflokkur: Dægurmál

Mæðradagurinn í dag...

roses...og gleðilegan mæðradag, mæður nær og fjær!  Ég var allavegna svo heppin að fá voða fínan blómvönd frá snúllunum mínum, alveg merkilegt hvað þær eru duglegar að redda sér sjálfar í Blómaval, ekki eldri en þær eru!  Wink


Grasekkjulíf...

White-Picket-Fen...jæja, eiginmaðurinn floginn vestur um haf í vinnuna og ekki væntanlegur fyrr en í lok vikunnar aftur svo að við stelpurnar erum einar í kotinu þessa vikuna.  Verð nú að játa að ég hálf kvíði nú fyrir komandi viku, er svo "heppin" að vera í fríi í vinnunni þessa vikuna, má ekkert gera, engu lyfta, ekki stunda neitt líkamlegt erfiði (engin furða að hann hafi bara flogið til USA) - meira að segja hóstar og hnerrar eru á bannlista, soldið erfitt þar sem frjókornaseasonið er í startholunum!!  Svo að það kemur sér vel að ég tók 9 bækur á bókasafninu um daginn og er með gervihnattasjónvarp!

Fórum á pallafund í dag með nágrannanum og það er búið að negla niður hvernig við ætlum að hafa hann útlítandi, þ.e. hæð og gerð girðingar í kringum hann.  Við húsfreyjurnar komumst síðan óvart að því að okkur langar báðum í "white picket fence" í kringum garðinn, eiginmönnunum til lítillar gleði.  Hva, held samt að það verði hrikalega kjúttað, passar vel við lúkkið á húsinu sem er með hvítum hurðum og gluggum og gemsa!  Eða hvað haldið þið? 


Ouch...

marens...það er vont að láta skera sig, af því verður ekkert skafið.  En það á að vera  búið að lappa upp á mig núna, maginn kominn á réttan stað í kviðarholinu, skil ekkert í honum að vera að flakka svona uppí brjósthol og vera með einhverja stæla þar.  Núna er bara að láta sér vel lynda súpugutlið og mjúka fæðið sem að ég verð á næstu vikurnar á meðan saumarnir eru að taka sig.  Ég varð voða glöð þegar ég las að yfir leyfinlegar fæðutegundur eru pönnsur, vöfflur og mjúkar kökur...hehehehe.  Maður verður að hafa eitthvað að gleðja sig við í öllum þeim afmælum sem eru á döfinni á næstu dögum.  Gunnar í dag, Heba á sunnudag og Anita svo viku eftir það.  Já, bara svona uppúr þrjú ef að þið voruð að velta fyrir ykkur hvar boðskortið sé, það er nefnilega ekki enn farið í póst! Wink

Hér í sveitinni stendur til að ráðast í byggingu á sólpalli á næstunni, nágranninn er kominn langt framúr, og það gengur sko barasta ekki, hehehe, en það verður ágætt að fá pall, geta tekið fram grillið og garðhúsgögnin!


London beibí...

londonJæja, þá er ég farin og komin aftur til baka.  Búin að taka aðeins á listisemdum lífsins í London þessa vikuna.  Ó ljúfa líf.  Stundum skil ég alls ekki hvað í ósköpunum við vorum að gera með því að flytja aftur heim, þegar sólin skín og það er tuttuguogeitthvað stiga hiti og sól þar, á meðan beljandi rigningin, haglél og jafnvel snjór dynur á okkur hérna, í apríl, og rokið þeytir okkur næstum um koll.  Nei mér finnst það óskiljanlegt, sérstaklega eftir að hafa spókað mig í sólinni þar alla vikuna.  En svo, kemur maður heim, og sér þessar sætu snúllur og man þá af hverju við fluttum heim.  Til að vera í nánari sambandi við stórfjölskylduna, þó stundum ég sé ekkert viss um að við hittumst oftar heldur en þegar við bjuggum úti, hehe, allavegna var fólk duglegra við að heimsækja okkur á meðan við bjuggum úti heldur en eftir að heim var komið.  Já, fjarlægðin gerir fjöllin blá.

Annars tókst mér að gera alveg ótrúlega margt þessa fáu daga.  Við hjónum fórum út að borða á Roka kvöldið sem við komum og daginn eftir gerðum við tilraun til að fara á British Museum, en þá var það lokað vegna verkfalls!  Fórum þá og hittum gamlan vinnufélaga minn frá Coke í löns (Pizza Express, namm), tókum smá rúnt um Disney búðina á eftir og versluðum á snúllurnar.  Um kvöldið komu síðan D og K út og þá fórum við á kínverskan, fengum marga rétti og vorum að byrja að borða rétt tæplega miðnætti.  Enda var okkur næstum því sópað út með ruslinu þegar við höfðum lokið við matinn. hehe  Daginn eftir tókum við K við að fylla á fataskápana hjá stelpunum okkar og okkur sjálfum, rétt stoppuðum um miðjan daginn til að fá okkur smá tyrkneskan (húmmus namm) til að auka kraftana áður en við lögðum í hann aftur.  Wow, var verslað eða hvað - ég allavegna þarf að fara og senda soldið mikið í Rauða Krossinn eftir þessa törn.  Allavegna, fórum síðan að sjá Mary Poppins um kvöldið og það var alveg æði.  Maður hefur náttúrulega séð myndina nokkrum sinnum, en að sjá þetta á sviði var alveg frábært.  Ótrúlegar allar þessar tæknibrellur sem að sviðið býður uppá, við vorum mjög ánægðar með sýninguna og kláruðum kvöldið með því að fara á indverskan í Soho eftir leikhúsið.  Á meðan við vorum að njóta lystisemda lífsins, voru strákarnir í einhverjum karlmennskuleikjum útí bæ.  Síðasta daginn fórum við í löns á japanskan og skoðuðum í búðarglugga (hömm hömm), keyptum ferðatösku undir allt góssið og sigldum svo uppí flugvél með viðkomu í Tesco og Toys'r'us - já stundum sakna ég þess alveg obboðslega að búa þarna ekki ennþá, en jæja, lífið er ekki eintómir sunnudagar!

Laugardagur í dag og mín á leiðinni á 20 ára reunion í kvöld - úff það verður nú eitthvað geim!  Spurning hvort að maður eigi að taka þetta með trompi í kvöld eða vera bara róleg og hvíla sig fyrir átök næstu viku?  Allavegna verður ekki mikið jamm hjá mér næstu vikurnar.  Vinir mínir á Lhs hringdu loksins í vikunni og boðuðu mig á sinn fund í næstu viku. Frown


Heyr heyr...

jamm, ég verð nú samt að segja að með mín eyrnabólgubörn að þá vildi ég ekki vera sýklalyfjalaus þegar ekki var svefnsamt fleiri fleiri nætur í röð.  Enda báðar mínar stelpur með rör, svo að hlutfallið er nú heldur hærra en 3. hver á mínu heimili!!  hehe  úff óh the joy....


mbl.is Draga þarf úr lyfjanotkun barna og bæta réttindi vinnandi foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hekl...

crochet_tutorial...þessi handavinnubaktería er alveg að drepa mig þessa dagana.  Í dag misnotaði ég mér aðstöðu mína og lærði að hekla í skólanum.  Gekk í heklklúbbinn sem verið var að stofna í dag, og lærði að hekla.  Þarna sat ég, gamla konan á fertugsaldri, innan um 10, 11 og 12 ára stelpur og lærði undirstöðuatriði í hekli.  Betra seint en aldrei!

Prjónabakterían er eitthvað á niðurleið, er samt búin að ákveða að tækla ullarsokka á dömurnar næst, húfurnar eru tilbúnar, hehe, soldið misheppnaðar, en stelpurnar eru hæstánægðar með þær, þarf að þvo þær aftur og athuga hvort þær minnki ekki soldið í þurrkaranum, þær eru búnar að teygja þær svo og toga að þær passa orðið á mig, nema þær eru helst til litlar, ég minni helst á páfann með bleikann bolla á höfðinu!

Bústaðarferðin síðustu helgi var alveg brill, er svona um það bil að ná upp svefni og heilsu aftur!

Er annars í agalegri klípu þessa dagana, þarf að finna mér galakjól fyrir laugardag, fór í gær, fann ekkert (sem að passaði) svo að ég verð bara að halda áfram leitinni í vikunni.  Í versta falli enda ég í svörtum ruslapoka sem að ég verð búin að sprúsa upp með glimmeri og pallíettum, ja, eða brúðarkjólnum......hehehe, þá held ég að einhverjir munu missa andlitið!!


Sætindi eða ekki sætindi?

nammiJahá, þetta eru heldur betur fróðlegar niðurstöður sem að sjá má í fréttinni hérna að neðan.  Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að auðvitað er rekin heilsustefna í mínum skóla og einungis leyfilegt að koma með hollt nesti og ekkert slikkerí.  Já, tímarnir hafa heldur betur breyst og við með! 
mbl.is Feitum börnum fækkar með sætindabanni í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

sunJá, og það verður mjög gleðilegt ef að veðrið í dag er forsmekkurinn af sumrinu!  Hérna suðurfrá var alveg einmunablíða, svo mikil blíða að fánarnir héngu lafandi niður og nenntu ekki einu sinni að blakta.  Í morgun var samt heldur kalt þegar við mæðgur lögðum af stað í ævintýraleiðangur dagsins, aðeins einnar gráðu hiti samkvæmt hitamælinum í bílnum.  Við vorum assgoti sprækar í morgun og vorum komnar í sundlaugina klukkan 10, eins og reyndar held ég barasta hálft bæjarfélagið, mest barnafólk þó, margir hafa eflaust notið þess að kúra aðeins lengur frameftir í morgun, ég veit að ég hefði alveg þegið það, en dömurnar voru nú ekki alveg á því, það var kominn dagur og sól úti.  Margt og mikið skemmtilegt brallað í dag, en nenni nú ekki að langlokast með það hérna, enduðum nú samt daginn á því að taka einn hjólreiðahring hérna um hverfið, Eliza á sínu hjóli og ég á mínu hjóli með Anitu í barnastólnum aftaná.  Voðalega hressandi.  Ætlum að reyna að vera duglegar að hjóla í sumar enda er alveg tilvalið að hjóla hérna um hverfið, lítið um brekkur og ekki svo margir bílar á ferli, enda má nú segja að hverfið hérna sé alveg týpískt úthverfi eins og þau þekkjast í stórborgunum, enda þarf að sækja allt út fyrir hverfið, þ.e. verslun og þjónustu.  Og einhvernveginn finnst mér allir hérna vera frekar chillaðir, mikið af fólki greinilega sem að tekur sér göngu með hundana sína eða maka, hehe, aldrei að vita nema að maður fari að draga bóndann með sér í göngutúr um hverfið í öllu góða veðrinu sem að verður hérna í sumar!

Annars er förinn heitið í sveitina hjá okkur um helgina, ætlum að liggja á meltunni, í sólinni auðvitað, og dífa annað slagið tánum í heita pottinn!  Ó ljúfa líf, ...


Af ræningjum...

...gekk í bókaklúbb fyrir stelpurnar um daginn, var lofað svaka tilboði, nokkrum bókum og ég veit ekki hvað og hvað fyrsta mánuðinn og svo ein bók á mánuði eftir það.  Ákvað að slá til í nokkra mánuði, alltaf gaman að eignast nýjar og fallegar bækur.  En svo barasta steingleymdi ég að ég hafði gengið í þennan bókaklúbb, fyrr en ég, fór að skoða visakortsyfirlitið mitt og sá að það var farin greiðsla út af kortinu mínu, og líka í síðasta mánuði, en ekki hafði ég orðið var við eina einustu bók inn um lúguna.  Svo að ég sendi kvörtunarbréf.  Og ekkert gerðist, ekki einu sinni svar!  Svo ég sendi annað kvörtunarbréf, spurning hvort að það komi eitthvað útúr því!!

Annars veit ég um dæmi í Bretlandi þar sem að veski var reyndar stolið, en skilaði sér til baka um 8 mánuðum seinna, reyndar bara með lyklum (með öryggislyklakippu svo að það var hægt að rekja hvert átti að senda okkur það) og ónýtri einnota myndavél, og svo náttúrulega veskið.  Löggan fann það og sendi það til baka.  Þannig að eitthvað kerfi hjá þeim virkar þarna úti, þó að það sé nú ekki það skilvirkasta.

Jæja, ætli sé ekki mál til komið að henda sér í háttinn, kallinn úti alla vikuna, en nóg á döfunni á næstunni svo að okkur á ekki eftir að leiðast.


mbl.is Vont að týna veskinu í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkri...

...langt og mjótt
mbl.is Offitugen fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband