Gleðilegt sumar

sunJá, og það verður mjög gleðilegt ef að veðrið í dag er forsmekkurinn af sumrinu!  Hérna suðurfrá var alveg einmunablíða, svo mikil blíða að fánarnir héngu lafandi niður og nenntu ekki einu sinni að blakta.  Í morgun var samt heldur kalt þegar við mæðgur lögðum af stað í ævintýraleiðangur dagsins, aðeins einnar gráðu hiti samkvæmt hitamælinum í bílnum.  Við vorum assgoti sprækar í morgun og vorum komnar í sundlaugina klukkan 10, eins og reyndar held ég barasta hálft bæjarfélagið, mest barnafólk þó, margir hafa eflaust notið þess að kúra aðeins lengur frameftir í morgun, ég veit að ég hefði alveg þegið það, en dömurnar voru nú ekki alveg á því, það var kominn dagur og sól úti.  Margt og mikið skemmtilegt brallað í dag, en nenni nú ekki að langlokast með það hérna, enduðum nú samt daginn á því að taka einn hjólreiðahring hérna um hverfið, Eliza á sínu hjóli og ég á mínu hjóli með Anitu í barnastólnum aftaná.  Voðalega hressandi.  Ætlum að reyna að vera duglegar að hjóla í sumar enda er alveg tilvalið að hjóla hérna um hverfið, lítið um brekkur og ekki svo margir bílar á ferli, enda má nú segja að hverfið hérna sé alveg týpískt úthverfi eins og þau þekkjast í stórborgunum, enda þarf að sækja allt út fyrir hverfið, þ.e. verslun og þjónustu.  Og einhvernveginn finnst mér allir hérna vera frekar chillaðir, mikið af fólki greinilega sem að tekur sér göngu með hundana sína eða maka, hehe, aldrei að vita nema að maður fari að draga bóndann með sér í göngutúr um hverfið í öllu góða veðrinu sem að verður hérna í sumar!

Annars er förinn heitið í sveitina hjá okkur um helgina, ætlum að liggja á meltunni, í sólinni auðvitað, og dífa annað slagið tánum í heita pottinn!  Ó ljúfa líf, ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband