Döh....

...stundum langar mig bara að blogga án þess að upphugsa einhverja fyrirsögn.  Ég held að fyrirsögnin stuðli oft að því að ég verð alveg andlaus eftir að hafa hugsað um hvað maður ætti að skrifa í fyrirsagnarlínuna.  En allavegna, er búin að vera að stússast í bænum síðan fjögur í dag.  Tókst að klambra saman lista í Tékkkristal í Kringlunni fyrir allar frænkurnar sem að báðu um svoleiðis, þið hin megið eflaust nýta ykkur hann líka.  Og svo er listinn okkar hjá Kokku líka kominn inn, það er hægt að skoða hann HÉRNA!  Mjög hentug lausn fyrir fólk sem að vill ljúka sínum málum í gegnum internetið!

Fann engar servíettur eins og ég ætlaði mér, og Jón Fannar samþykkti að velja brúðarvöndinn áðan, það er víst hefð fyrir því að væntanlegur brúðgumi sjái um blómamálin.  En ef að þið vitið um hvar hægt er að fá flottar servíettur að þá látið mig vita!!

Verð að segja frá smá skondnu atviki sem að gerðist í Kringlunni áðan.  Nú fyrst að við vorum að fara í Tékkkristal að þá vildum við náttúrulega ekki taka stelpurnar með okkur inn þangað svo að við báðum Beggu um að labba með þær hring í Kringlunni.  Þær voru í Dótabúðinni þegar Eliza þurfti skyndilega að pissa.   Nú þar sem að Kringlan er svo skringilega hönnuð og bara klósett uppi, þurftu þær að taka lyftuna upp (útaf kerrunni) til að komast á klóið.  Allavegna, þær festust í lyftunni, Eliza greyinu varð svo mikið um að allt lak í buxurnar og ég mátti hendast inní Hagkaup að redda nýjum fötum í snarhasti Hlæjandi   Smá drama í gangi, en ég get nú ekki annað en brosað svona eftirá, þó að þetta hafi alls ekki verið neitt fyndið á meðan það var í gangi.  Þær voru nú ekkert fastar neitt lengi í lyftunni, nokkrar mínútur, hún stóð eitthvað á sér garmurinn. (lyftan sko)

Skoðið fréttina hér að neðan, finnst hún annsi skondin


mbl.is Finnskt hrossatað í raun hefilspænir frá Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband