Blundurinn

redlightMikið agalega getur maður nú orðið "t...ulegur" á því að hanga svona heima.  Veit ekki hvað ég geri þegar ég þarf að fara aftur að vinna um mánaðarmótin.  Pjúff.  Enginn síðdegisblundur!  Í gær þurfti ég að fara í bæinn að hitta lækninn minn og svo að redda þeim upp í vinnu (þó að ég eigi nú fræðilega séð að vera í veikindafríi), svo að fólk fengi nú borguð laun og þá var kominn tími til að sækja snúllurnar á leikskólann svo að við kæmumst nú á læknavaktina til að láta kíkja í eyrun á afmælisbarninu, sem að reyndist vera með eyrnabólgu á 3. ára afmælisdeginum sínum.  Ég get alveg játað það hér og nú að ég sofnaði á biðstofunni hjá lækninum.  Alveg gjörsamlega búin á því eftir að hafa misst af mínum daglega síðdegisblundi.  Ég hrökk reyndar upp af værum blundi þegar læknir kallaði upp konu með mjög svipað nafn og mitt, og vá, ég var alveg steinsofandi.  Skil vel manninn sem að sofnaði á rauða ljósinu.  Hef barasta aldrei upplifað aðra eins þreytu og þrekleysi, að geta sofnað á almannfæri - það er ekki ég!  Jæja, ætli það sé þá þekki best að fara að leggja sig, geiiiisssp...  Gasp


mbl.is Sofnaði á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig mjög vel, maður verður ótrúlega fljótt háður þessum blundum sínum ;) Frábært að heyra að þú ert öll að koma til. Ekki gaman að vera með eyrnarbólgu, vorkenni dóttur þinni voða mikið. Knús og kossar frá norge

Elsa Þóra (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:52

2 identicon

verð að viðurkenna það að mér datt einn maður í hug þegar ég las þetta frétt, þú mátt geta hver það er hehehehehehe!!!

Auja (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Rosaleg

Hehehehe, mér datt líka sá aðili í hug, sá þetta alveg fyrir mér með hann þarna á rauðu ljósi.  En svo er maður kannski ekkert betri sjálfur, megaþreytt þessa dagana og sofna á biðstofunni!!

Rosaleg, 24.5.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband