Undur og stórmerki...

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_light.gif

...hafa gerst í götunni hjá okkur.  Það hafa staðið yfir framkvæmdir í allt sumar, verið að skipta um vatnslögn í götunni (verst að eftir það er enginn kraftur á kalda vatninu, veit ekki hvað er svona betra við þessa lögn).  Í byrjun júlí var grafinn skurður fyrir framan húsið hjá okkur, í lok ágúst var honum lokað aftur, og hvað haldiði að hafi verið búið að gera þegar ég kom heim í gær??  Búið að malbika í hann líka, svo að núna þarf maður ekki lengur að hafa áhyggjur af því að skemma bílinn í hvert skipti sem að maður keyrir heim.  Og til að kóróna allt saman, að þá voru menn að tyrfa hjá okkur garðinn þegar við komum heim í dag, ég sem var alveg að fara að hringja niðrá hitaveitu og kvarta yfir slæmum frágangi hjá þeim!  Reyndar er það þeim að kenna að sjónvarpið datt út hjá okkur í sumar, þeir hafa slitið kapalinn sem liggur frá götunni í húsið, og svo núna í tyrfingunni hafa þeir reynt að splæsa honum saman aftur, en gæðin mjög léleg, kemur samt mynd, sem er framför!  Núna er loksins aftur hægt að labba afturfyrir hús með sláttuvélina, efast samt að við sláum úr þessu.  Allavegna - það sem að ég vildi hafa sagt - þeir sem að hafa forðast að koma í heimsókn vegna bílastæðavandamála (skurðurinn) og dekkjakostnaðar (holurnar) að ykkur er óhætt að reka inn nefið, gatan er orðin fær fólksbílum aftur!  Glottandi

Annars verður mín eitthvað takmarkað heima um helgina, ætla að setjast á skólabekk, reyna að læra smá, spurning hvernig það tekst, maður er alveg komin úr þessum skólagír!  Vorkenni nú samt þeim sem að virðast vera uþb. 20 árum eldri en ég - usssuss, en svona er þetta, allir að mennta sig meira þessa dagana, dugar víst ekkert annað í þessum heimi!!  Það er farið að styttast allsvaðalega í prófin svo að núna er víst kominn tími á að maður leggist yfir bækurnar!

 Já og annað, óléttur virðast smitast á mínum vinnustað þessa dagana hraðar en lúsin! (fleiri óléttir en hafa fengið lús í vetur)   Ekki ég, ónei, en ég get svarið það, maður fréttir bara af nýrri óléttu í hverri viku, hvernig endar þetta???  Óska samt hlutaðeigandi innilega til hamingju!

 Lifið heil og verið góð hvort við annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kraftur í þér. Til hamingju með bætt umhverfi! ;) Heyrðu, ég hef heyrt að svona ólétta sé að ganga á fleiri stöðum! Ólíklegustu stöðum meira að segja. Ekki ég samt :) Mátt gjarna láta mig vita næst þegar vel stendur á í koti hjá þér. VERÐ að fara að kíkja til þín!! Þú ert líka velkomin þegar þú vilt :)

Inga Rún (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband