Smá öppdeit

Halló-Vínpartý

Mar hefur nú ekki frá miklu að segja eftir þessa helgi.  Held að hápunktur helgarinnar hafi verið þegar Kitchen Aid sem að við fengum í brúðargjöf var tekin í notkun á laugardaginn þegar við bjuggum til pasta í pastavélinni sem að við fengum okkur við hana (brúðargjöf auðvitað).  Það smakkaðist að sjálfsögðu æðislega og verða eflaust gerðar fleiri tilraunir með apparatið á næstunni!

Við hjónakornin sátum í skólanum og lærðum um helgina ( eða reyndum það ) og komumst bæði að því að við þurfum að setjast niður og byrja að læra.  Bara spurning hvenær maður gefur sér tíma í það.

Það er komin dagsetning á árlega Halló-Vín partýið okkar - það verður haldið laugardaginn 4. nóvember - vinsamlegast takið kvöldið frá og byrjið þegar að sauma búningana...hehehe.  Fyrir þá sem nenna ekki að sauma og vilja panta get ég bent á þessa síðu, www.joke.co.uk

Við erum að fara til Noregs síðustu helgina í október - ætlum að skella okkur í heimsókn til Trausta og Elsu með stelpurnar, bara gaman að því!

Tengdamóðir mín varð árinu eldri í gær og óskum við henni að sjálfsögðu til hamingju með það - og takk fyrir kökurnar Ullandi slef!

Eliza Lív teiknaði þessa mynd áðan á meðan ég setti Anitu í rúmið, ef að þið sjáið ekki hvað þetta er að þá er þetta hinn myndarlegasti blómálfur, ég bara varð að leyfa þessu að fljóta með.  Hlæjandi

Kallinn annars kominn til London eina ferðina enn, skil ekki hvað við vorum að flytja þaðan, hann er alltaf þar, hehehe.  Annars er þetta 8. vikan hans í röð á ferðalagi, kemur alltaf heim um helgar til að knúsa okkur þessi elska.   Koss

Ég ætla annars að snúa mér að skilaverkefni vikunnar í rafmagnsfræðinni, diffrun og tegrun, hvað er nú það, verð að þykjast vita eitthvað og reyna að koma einhverju vitrænu frá mér fyrri miðnætti.

Á meðan...

...lifið heil

 


Blomalfur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband