Talandi um að vera utan við sig!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_happy_20bunny_20weee.gif

Já, hann hefur greinilega verið eitthvað utan við sig maðurinn þarna í Suður-Afríku sem að gleymdi barninu sínu í bílnum, með hörmulegum afleiðingum.  Þetta er eitthvað sem að enginn vill lenda í!

Annars var helgin fín, fengum góða gesti á laugardag og svo fórum við í leikhús í gærkvöldi, og ég veit núna að það er hreinlega hægt að deyja úr hlátri.  Ég hló svo mikið á tímabili að ég hélt að ég myndi hreinlega kafna og það líða yfir mig.  Náði ekki andanum á tímabili ég hló svo mikið, og var farið að svima og líða undarlega - sem betur fer dó ég ekki... Saklaus hehehe.  Annars fórum við að sjá Viltu finna milljón, sem er alveg sprenghlægilegt gamanleikrit, þó að söguþráðurinn hafi nú verið hálf þunnur - en gaman að því - hláturinn lengir lífið, ef maður hreinlega deyr ekki úr honum! Glottandi

Aníta er búin að vera með hita annað slagið síðan á föstudagskvöldið, en er samt bara nokkuð hress inn á milli þess sem að hitinn rýkur upp.  Hún er ekki með nein sjáanleg einkenni, þ.e. ekki með kvef, kvartar ekki um í eyrum eða hálsi og segist ekki vera illt neins staðar, svo að ef að hún rýkur enn einu sinni upp í hita í kvöld verðum við að láta kíkja á litla strumpinn, núna er klukkan orðin korter yfir 3 og hún enn hitalaus, við krossleggjum fingur um að svo verði áfram!

Kallinn heima þessa vikuna svo að ég er hamingjusöm kanína! Koss


mbl.is Ungabarn lést þegar faðir þess gleymdi því í bíl í Höfðaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fer að hafa áhyggjur af ykkur kanínunum!

Anna Karlsdóttir Taylor (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband