Tölvueign landsmanna

fartolvaJá - ekki skrítið að netvæðingin sé svona mikil hérna - tölvueign landsmanna er líka í mjög mikil og enginn er maður með mönnum nema að eiga helst nýjustu og flottustu týpu - ja, eða allavegna starfhæft eintak sem tengist við ADSL, mótöld eru svo til orðin úrelt fyrirbæri, en alltaf nokkrir sem enn nota innhringisamband.

Eitt verkefni sem ég gerði um daginn í skólanum snérist um upplýsingatækni og þar gerðum við könnun þar sem m.a. var spurt hvort að nemendur hefðu aðgang að tölvu heima hjá sér. Niðurstaðan varð sú að 97,9% aðspurðra nemenda höfðu aðgang að tölvu heima hjá sér og 59,7% nemenda áttu eigin tölvu til afnota. Úrtakið hjá okkur voru nemendur í 7. og 8. bekk.

Ég held að hlutfallið fyrir netvæðingu þjóðarinnar verði ennþá hærra ef að úrtakið er eingöngu miðað við 60 ára og yngri, þó að eldra fólk sé alltaf í sívaxandi mæli að tileinka sér tölvutæknina.  Það verður fróðlegt að sjá þetta hlutfall hækka á komandi árum eftir því sem þjóðin eldist og þær kynslóðir sem hafa alist upp með tölvuna sér við hlið síðustu 20-30 árin taka völdin í þjóðfélaginu.


mbl.is Langmesta netvæðingin hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort sú kynslóð sé til í að láta ræna sig á sama hátt og við sem greiðum hæsta verð í Evrópu fyrir takmarkaða internet tengingu.

Stefán Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband