Retail therapy!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_thermomet.jpg

Guð hvað það er góður fílingur að fara á smá sjopping spree og eyða fullt af peningum, bara í sjálfan þig.  Alveg gasalega upplífgandi.  Ég er svo heppin að með kjarasamningunum í starfinu mínu fæ ég úthlutað fatapeningum, reyndar stendur eitthvað um að ég eigi að klæðast dragt, en ég er nú ekki beinlínis þessi dragtartýpa, svo að ég fékk það á hreint að ég þarf ekki að klæðast dragt og fór svo bara og keypti mér fullt af huggulegum og kósý fötum!  Alveg búin að fata mig upp fyrir veturinn held ég barasta.  En á maður nokkurn tímann of mikið af fötum?  Undecided  Ég held barasta ekki.

En hvað er með þetta veður hérna?  Brrrr, held að mér eigi seint eftir að hlýna almennilega aftur, eftir daginn í dag, er búin að vera með hroll í allan dag.  Samt var ég í peysu, flíspeysu, úlpu, húfu og vettlingum í hvert skipti sem að ég brá mér út fyrir hússins dyr. (og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þeim efnum, er vanalega alltaf heitt!)   Ég vorkenni bara aumingja börnunum í leikskólum og skólunum sem að eru send út að leika sér í þessum fimbulkulda.  Núna t.d. er 6 stiga frost og 25 m/s klukkan 22:00 hérna suðurfrá.  Það reiknast mér að sé um það bil jafngilt og ca. -30 °C, - jafnan fyrir þennan útreikning fylgir hér að neðan fyrir ykkur sem að finnst gaman að talnaleik.

Ck = (C + 272,2) × v^(0,0008×C - 0,0233) - 273

Þar sem Ck er vindkæling í °C  og C lofthiti í °C og v vindhraði í m/s; v ekki minna en 3 m/s

Nánari upplýsingar um vindkælingu má t.d. lesa á þessari síðu.

Brrrr....ég held að ég skríði barasta undir sæng núna, reyni að sofna í þessu roki og hávaða, svei mér þá ef að það hvín barasta ekki meðfram öllum gluggum í húsinu núna og gervihnattadiskurinn er að hugsa um að leggja í leiðangur miðað við glamrið sem að heyrist ofan af þakinu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband