Hvenær lærir fólk af reynslunni....

...ég man alltaf að þegar ég var unglingur að þá hafði það nýverið skeð að drengur hafði orðið fyrir heilaskaða eftir að hafa sniffað og það var gerður einhver þáttur eða heimildarmynd um hann og brýnt fyrir okkur að svona yrði komið fyrir okkur myndum við einhverntímann sniffa. Ég veit ekki betur en það hafi haft tilætluð áhrif - a.m.k. er sniff eitthvað sem hefur alltaf verið mjög fjarlægt mér og mínum vinum og eitthvað sem ég myndi aldrei prófa.

Ég held að það sé kominn tími til að sýna þennan þátt aftur eða framleiða álíka þátt - markhópurinn væru unglingar í elstu bekkjum grunnskóla - verst að svona þættir kosta eitthvað í framleiðslu svo það er væntanlegt heljarinnar ferli að fá styrk og svoleiðis til verkefnisins - sérstaklega í ljósi efnahagsaðstæðna. Ég tel að svona "shock treatment" gefi góða raun í forvörnum hvort sem um er að ræða reykingar, áfengi og vímuefni(sniff) eða kynsjúkdómar og getnaður!


mbl.is Mjög áhættusamt að sniffa gas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg furðulegt..við sátum nokkur saman við kvöldverðarborðið í gærkvöldi og ræddum um þennann  hörmulega atburð og öll okkar minntust þess að hafa séð umrætt forvarnarvideo með stráki sem hafði skaddast varanlega við að sniffa og hugsað með okkur ; Nei þetta prófa ég aldrei....Ég gleymi aldrei þessu forvarnarmyndbandi....svo hefur maður ekkert heyrt um svona sniff síðan áttatíu og eitthvað.......hélt bara að þetta viðgengist ekki í dag....en þetta video sem þú ert að tala um er eitthvað sem væri vert að grafa upp...sammála því !

Herborg (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Kristín Eva Þórhallsdóttir

Kisulóran: það þarf ekki að selja krökkum gaskút, það er ekkert mál fyrir þau að stela af grillum eða annarsstaðar..

Annars held ég að það þurfi alveg svona þátt.. þrátt fyrir forvarnirnar alls staðar þá átta krakkar sig ekki oft á hlutunum nema að sjá einmitt afleiðingarnar. Oft koma menn í forvarnarstörf í skólana, og líta bara mjög vel út, sem gefur oft rangt af sér. Vinkona mín t.d. fannst meira spennandi að prufa eiturlyf eftir að forvarnarmaðurinn kom í heimsókn í skólann vegna þess að hann leit alls ekki illa út, og vorum við 13 ára þá.

Það eru nefnilega sumir sem átta sig ekki alveg á afleiðingunum, hversu mörg dauðsföll eða slys hafa orðið síðustu ár vegna gasnotkunar? bæði útaf sniffi og vegna þess að fólk hefur verið með gashitara í skúrum eða bústöðum?

Þetta er rosalega sorglegt mál.. sem þarf greinilega að fjalla meira um.

kv. creepz.

Kristín Eva Þórhallsdóttir, 30.10.2008 kl. 09:13

3 identicon

Þetta er Darwinisminn að virka. Það eru nú ekki beint skörpustu skrúfurnar sem drepa sig á svona heimsku. Mestan part er það ruslaralýður úr Breiðholtinu sem hefði hvort eð er eitt ævinni í að vinna á bensínstöð. Verum minnug þess að flestir eru farnir að nota sjálfsagreiðsludælurnar svo þetta eru ásættanleg afföll.

Anton (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Rosaleg

Kisulóran: Ég er hrædd um að þú þekkir ekki vel unglinga í dag. Þó að sum þeirra hafi þroska og þekkingu til að bera að sneiða fram hjá svona að þá eru margir unglingar sem hafa ekki þann þroska sem til þarf að standast svona og þann félagaþrýsting sem oft fylgir svona athæfi. Gaskúta er yfirleitt hægt að nálgast á næsta útigrilli! Forvarnarfyrirlestrar eru jú haldnir í sumum skólum og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu - landsbyggðarfólk situr oft á hakanum! Sumir forvarnarfyrirlestrar kosta og það er ekki á færi allra skóla að vippa upp buddunni til að fá fyrirlestur í sinn skóla!

Herborg: Já þessi forvarnarmynd situr allavegna enn í mér og ég eins og þú hafði ekki heyrt af sniffi í mörg ár!

Creepz: Já þetta er hið sorglegasta mál!

Rosaleg, 30.10.2008 kl. 09:33

5 identicon

Ungir krakkar þurfa reynslu til að læra af.

Svo er nú þegar til mjög mikið af sorpsjónvarpsefni til forvarnarfræðslu í grunnskólum. Fyrir mér voru fíkniefnaforvarnarmyndbönd bara "matseðlar" un hvað ég gæti prófað nýtt.

xx (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:35

6 identicon

Vandamálið er að flestir læra af eigin reynslu en ekki annarra.

Annars fannst mér forvarnastarf þegar ég var í grunnskóla algjörlega missa marks. Manni voru sýndar hryllingsmyndir af fólki sem hafði reykt í 50 ár og sagðar sögur að hitt og þetta gæti gerst ef maður notaði hin og þessi eiturlyf og jafnvel ýjað að því að afleiðingarnar kæmu strax við fyrstu notkun.

Síðan sá maður aðra krakka, vini og kunningja manns, vera að fikta við hitt og þetta og ekki gat maður séð þessar afleiðingar sem sýndar voru í hryllingsmyndunum þannig að maður tók voða lítið mark á þeim.

Karma (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:39

7 identicon

Ég tók kannski ekki mikið mark á fræðslumyndum um reykingar en þetta myndband man ég ennþá eftir og hefði aldrei prófað þetta út af því. Örrugglega er það misjafnt hvaða áhrif forvarnafræðsla hefur en ef þetta er staðreynd að afleiðingarnar væru meira fikt eða notkun unglinga þá væri  það örrugglega komið í ljós og engar forvarnir væru í skólum landsins. Einhver áhrif hefur þetta og alla vega þetta myndband því allavega 15 -20 árum seinna man maður eftir því.

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:11

8 identicon

Við skulum vona að þetta atvik verði ágætis forvörn í sjálfu sér, að unglingar taki eftir þessu og greipist í þau að þetta sé eitthvað sem beri að varast.

Í mínu tilfelli virkuðu forvarnir því aldrei hefur það hvarflað að mér að sniffa og eyðileggja með því hugsanlega í mér heilann!

Heiðdís (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:34

9 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Vímuefnaneysla ungmenna er oftast kall á athygli. Hvort sem það er til vinahóps eða fjölskyldu.

Ungmenni er eflaust mjög meðvituð um hugsanlega skaðsemi þess sem þau er að gera, en það er eitthvað spennandi og framandi við að gera eitthvað sem er bannað. Þau vita að hefur fullt af fólki labbað frá þessu "eðlilegt" afhverju ætti eitthvað að gerast fyrir þau? Dauðinn er alltaf fjarri þeim sem hafa ekki komist í snertingu við hann.

Íþrótta- og félagsstarf er langbesta forvörnin, þar fá ungmennin oftast næga athygli og umhverfi þar sem hægt að losa um spennu (sem gæti skapast heima fyrir). Auðvitað þar líka að fræða ungmenni um skaðsemi þess að vímuefni valda. Kenna þeim líka að það eru til "góð" vímuefni s.s. endorfín sem heilinn framleiðir til svo þér líði vel eftir áreynslu. Ekki bara halda böllestur um allt hið illa.

Hafa meira af frjálsum tímum í skólanum, fara með krakkana í fleiri "vísindaferðir" s.s. klifurhúsið, prófa hljóðfæri, hiphop danstíma eða nánast hvað sem er. Búa til nýja fíkn, heilbrigða fíkn sem getur hugsanlega komið í veg fyrir vonda fíkn.

Um leið og krakkar fatta að þeir séu "góðir" í einhverju og fá hrós fyrir það þá er það hvetjandi fyrir þau að vera betri, þar af leiðir að krakkarnir eyða tíma og orku í það frekar en t.d. að eyða tíma og "orku" í að standa úti og reykja.

Það er eitthvað svo auðvelt að henda vídeóspólu í tækið og láta krakkana horfa á einhvern klst. böllestur um allt hið illa og það sem má ekki. Síðan fara krakkarnir út, sömu félagar, sama fjölskylda og sömu hobbýin. Ekkert breyttist nema vitneskja um "hugsanlegar" afleiðingar.

Páll Ingi Pálsson, 30.10.2008 kl. 12:34

10 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Mig langar að benda á Marítafræðsluna í sambandi við forvarnir unglinga. Þeir fara um allt landið og halda námskeið sem eru BÆÐI fyrir krakkana og foreldrana. Ég veit að krakkarnir eru mjög ánægðir með Magnús (EGO gaur) sem sér um fræðsluna og hann nær mjög vel til bæði fullorðinna og barna. Hann er með sambland af sjokkmeðferð eins og sniffmyndbandið sem um er rætt og svo talar hann við krakkana sem jafningja, fræðir þau og þau eru undantekningarlítið mjög ánægð með hann. Ég heyri þau oft vitna í hann og það sem hann hefur verið að kenna þeim. Á hinn bóginn eru alltaf einhverjir sem ÆTLA sér að prófa og ólíklegt er að einhver forvarnarfræðsla muni koma í veg fyrir það. Svo eru líka margir sem eiga erfitt með að standast hópþrýsting og þauprófa  þótt þau vilji það ekki innst inni. Besta forvörnin erum samt við foreldrar því ef við reynum að tryggja það að barnið okkar alist upp með sterka sjálfsmynd þá er ekkert sem hjálpar þeim eins mikið til að forðast freistingar og standast hópþrýsting.

Kristín Guðbjörg Snæland, 31.10.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband