Agi...

...í lagi - ja, eða ólagi?  Finnst þetta reyndar ágætt ráð hjá kallinum að beita sektum, enda þetta sama vandamál í mörgum skólum hér á landi! Farsímaeign nemenda er með mesta móti og símar í dag orðnar græjur hinar mestu, myndavélar, myndbandstökuvélar, hljóðupptökutæki, tónlistarspilarar og útvörp!  Allt getur þetta valdið truflun á hefðbundnu skólastarfi og vegna persónuverndarsjónarmiða óásættanlegt að börn séu með síma í skólanum. Kennarar eru teknir upp í kennslustund eða nemendur í búningsklefum - allt er þetta svo komið á YouTube eða Facebook um leið!  Ekki nógu sniðugt, held að enginn vilji fá mynd af sér á netið í sturtu eftir íþróttatíma svo dæmi sé tekið!

Hvaða ráðum er hægt að beita hér á landi? Sé ekki fyrir mér að menntamálaráðherra fari að vasast í þessum málum!


mbl.is Farsímar bannaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn hér.

Er þetta ekki bara spurning um að taka feminista leiðina á þetta og banna alla farsíma?  Reyna síðan að breyta hugsun og vitund alþýðunnar þannig að hún líti á karlmenn sem nota farsíma sem glæpamenn en konur sem nota farsíma sem fórnarlömb ógeðslegra karlmanna?

Arnar (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband