Heimurinn versnandi fer!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_child.gif

Persónulega finnst mér að foreldrar ættu að vera aðeins duglegri í að skammta tíma barna sinna í tölvunni!  Ekki meira en 1 tíma á dag fyrir börn yngri en 10 ára og þá mest 2 tíma á dag fram að fermingu - og aldrei að vera með tölvuna á lokuðu svæði, eins og svefnherbergi barnsins.  Það er bara í eðli barna að þefa uppi efni sem að þeim er ekki ætlað!  Sérstaklega ef að þau hafa óheftan aðgang að internetinu.  Eins er nú nóg um eineltismál og fíflalæti sem að fara í gegnum bloggsíður og MSN hjá þessum greyjum.  En þetta er bara mitt álit, hugsa að það séu alls ekki allir sammála mér!  En samanber þessi frétt hér að neðan, þetta getur allt farið úr böndunum ef að ekki er rétt haldið á spöðunum!

 


mbl.is Lögregla kölluð til vegna tölvunotkunar unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér, mér finnst hálftími á dag nóg fyrir börn undir 10 ára, og það þarf að fylgjst mjög vel með hvað börnin eru að gera í tölvunni.

Kveðja Eygló 

Eygló Hulda (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 19:04

2 Smámynd: Rosaleg

Jamm, því yngri sem börnin eru, því minni tími. Elízu kippir í kynið og finnst tölvur alveg rosalega spennandi. En hún fær að fara í tölvuna ca. 1. sinnum í viku hérna heima og þá í einn klukkutíma, ég er meira að segja svo hörð að ég stilli eggjaklukku!! hehehe Og auðvitað er allt vel ritskoðað, fær bara að fara í ákveðna leiki. Ég hef bara séð það í gengum vinnuna hjá mér að það er alveg ótrúlegt hvað börn, alveg niðrí 5 ára, eru fljót að ramba inná óæskilegar síður á netinu!!

Rosaleg, 6.12.2006 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband