Hvítt ruslarapakk

jebb, það erum við!  Fórum í tilraunastarfsemi í gær og settum upp annarsvegar álpappírsgardínur og hins vegar svarta ruslapokagardínur.  Og niðurstaðan er að bæði virkar vel - allir útsofnir á þessu heimili, stelpurnar sváfu báðar til 8 í morgun, en vöknuðu ekki rúmlega 6 eins og verið hefur alla vikuna.  Ég er hrædd um að við ætlum að vera soldið pakkleg núna um helgina, geisp..., það er svo gott að sofa, og fyrst að þetta virkar að þá fá þessar heimasaumuðu gardínur að vera uppi næstu daga!

Vinnan í húsinu er í fullum gangi þessa dagana, bæði smiðir, rafvirkjar og svo Jón Fannar og Kalli eru þar kvölds og morgna - það er alveg að koma mynd á þetta, eftir viku í viðbót verður komin góð mynd á þetta.

Stefnir í djammkvöld í Keflavíkinni í kvöld, Bergásball í kvöld og margir sem að við þekkjum að fara þangað, veit þó ekki hvort að við förum þangað - erum ekki svo miklir gamlingjar....hehehe - svo er Jón Fannar enn of ungur, það er nefnilega 30 ára aldurstakmark!

Í dag er rigning og rok, svo það er ekki vænlegt til útivistar - sjáum til hvort að það sé ekki moppa eða þvottavél til að leika sér að!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auja Guð

mér finnst álpappírinn og ruslapokinn gasalega lekkert, spurning að hringja í Mölu Vatt og fá hana til að koma þessu í Veggfóður ; )

Auja Guð, 2.5.2006 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband