Gleðileg jól og áramót, takk fyrir allt þetta gamla!

Jæja, það mætti halda að maður hefði ekki verið í frí frá vinnu undanfarna viku, en ég held að það hafi sjaldan verið eins mikið að gera hjá mér.  Jólin voru fín, mikið étið og auðvitað hef ég ekki grennst um eitt gramm frekar en fyrri jól, en svona eru jólin!  Vorum með fólk í mat hjá okkur á jóladag og fórum svo í jólaboð á annan í jólum.  Erum að fara á jólaball með stelpurnar á morgun og svo í beinu framhaldi af því í jólaboð, svo að það verður nóg við að vera um helgina.  Svo náttúrulega sprengjudagur (eins og Eliza kallar hann) á sunnudaginn, svo að þá verður kátt í kotinu, sérstaklega hjá húsbóndanum og Elizu, þeim finnst einstaklega gaman að sprengjunum, hún að horfa á, hann að kveikja í!  Aldrei að vita nema að maður reki inn nefið í eins og eitt eða tvö partý um nóttina, fer eftir þreytustiginu á okkur!

Við mæðgur erum bara búnar að vera að dúlla okkur heima hérna í rólegheitunum á milli jóla og nýárs, höfum fengið gesti í kaffi og svo verið að perla saman og leika okkur hérna heima.  Veðrið hefur nú ekki verið uppá marga fiska svo að við höfum nú lítið farið út, en vonandi kemur betri tíð von bráðar.  Ætlum að fara smá bæjarrúnt í dag, kíkja í nokkrar búðir og versla áramótasteikina, verð að fara að ákveða mig hvað ég ætla að hafa í matinn, gengur illa að taka ákvörðun!

Amælisbarn dagsins er hann Karl tengdafaðir minn, við óskum honum innilega til hamingju með daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband