Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Gleðileg jól og áramót, takk fyrir allt þetta gamla!

Jæja, það mætti halda að maður hefði ekki verið í frí frá vinnu undanfarna viku, en ég held að það hafi sjaldan verið eins mikið að gera hjá mér.  Jólin voru fín, mikið étið og auðvitað hef ég ekki grennst um eitt gramm frekar en fyrri jól, en svona eru jólin!  Vorum með fólk í mat hjá okkur á jóladag og fórum svo í jólaboð á annan í jólum.  Erum að fara á jólaball með stelpurnar á morgun og svo í beinu framhaldi af því í jólaboð, svo að það verður nóg við að vera um helgina.  Svo náttúrulega sprengjudagur (eins og Eliza kallar hann) á sunnudaginn, svo að þá verður kátt í kotinu, sérstaklega hjá húsbóndanum og Elizu, þeim finnst einstaklega gaman að sprengjunum, hún að horfa á, hann að kveikja í!  Aldrei að vita nema að maður reki inn nefið í eins og eitt eða tvö partý um nóttina, fer eftir þreytustiginu á okkur!

Við mæðgur erum bara búnar að vera að dúlla okkur heima hérna í rólegheitunum á milli jóla og nýárs, höfum fengið gesti í kaffi og svo verið að perla saman og leika okkur hérna heima.  Veðrið hefur nú ekki verið uppá marga fiska svo að við höfum nú lítið farið út, en vonandi kemur betri tíð von bráðar.  Ætlum að fara smá bæjarrúnt í dag, kíkja í nokkrar búðir og versla áramótasteikina, verð að fara að ákveða mig hvað ég ætla að hafa í matinn, gengur illa að taka ákvörðun!

Amælisbarn dagsins er hann Karl tengdafaðir minn, við óskum honum innilega til hamingju með daginn!


Jólagjöf...

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_new_pregnant.jpg
...heldur betur óvænt jólagjöf hjá þessari konu, ég hef oft velt því fyrir mér hvernig hægt er að vera ólétt án þess að finna fyrir hreyfingum og öðrum einkennum.  Svei mér þá..., kannski er ég þá ekki svona framstæð af hreyfingarleysi og ofáti, kannski er ég bara búin að vera leynilega ólétt síðustu árin, múhahahaha, W00t
mbl.is Átti barn án þess að vita að hún væri barnshafandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutt!!

Jæja, þá eru við loooksins flutt.  Allt á rúi og stúi, við enn að koma okkur fyrir og að fylla alla skápa af draslinu okkar.  Gengur illa að henda, en það er alltaf eitthvað smotterí sem að fær að fljóta á haugana.  Bara ca. 3000 kassar sem á eftir að taka uppúr, en ætli þetta hafist ekki bara smá saman, nokkrir kassar á kvöldi.  Nú þarf maður víst að fara að huga að jólunum, skrifa jólakortin, kaupa gjafirnar og versla í jólamatinn.  Við erum búin að skreyta smávegis, aldrei að vita nema að eitthvað meira bætist við á næstunni.  En það er bara gaman að þessu öllu saman, allir alsælir með að vera komnir í nýja húsið.  Já, og heimilisfangið, það er í símaskránni fyrir þá sem að eru að skrifa jólakortin!  Happy


Eins og áður sagði...

...hvað er að!!!!!  Frown
mbl.is Kærður á ný fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða stórstjörnu líkist ég?


jahérna aftur...

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_xwind.jpg

...já, hugmyndaflugið alveg að drepa mann í þessum titlum hérna.  Varð bara að kommenta á þessa frétt, sérstaklega eftir að Jón Fannar hringdi í mig áðan og sagðist hafa lent í þessu veðri í morgun. Hann var reyndar staddur í flugvél á leiðinni frá London til Glasgow og stuttu eftir flugtak að þá tekur vélin góða dífu niðrávið með tilheyrandi ókyrrð og minn maður hefur eflaust svitnað vel og lengi því að hann sagðist hafa komist nálægt því að gera á sig! Úff, mann alveg hryllir bara við tilhugsuninni, ég er að hugsa um að setja hann í farbann hér eftir!!! Hlekkja hann bara heima! Ætli það sé bannað samkvæmt lögum? hmmmmm...

Annars gerðist þessi atburður ekki svo ýkja langt frá þeim stað sem að við bjuggum á, svona ca. í þarnæsta hverfi. Rétt hjá spítalanum sem að stelpurnar fæddust á og eiginlega mitt á milli Harrow og South Hampstead, en við bjuggum á báðum stöðum. Ekki hefur nú verið gaman að lenda í þessu, pjúff, en samt, húsin þarna eru ekki byggð eins og íslensk hús, þakflísar, einfalt gler og þess háttar. Veður sem að þeir kalla fárviðri, köllum við einfaldlega slagviðri, allavegna er það samkvæmt okkar reynslu. (þá sjaldan sem að það gerist að það komi rok og rigning á sama tíma)  Það rignir afturámóti stundum heldur meira en við eigum að venjast hér. (í logni)  En ég er alveg með skýringuna á þessu. Þeir bara klára alla rigninguna á tveimur tímum á meðan hérna rignir sama magn í heila viku!! ja, að svona sirka...hehehe


mbl.is Einn slasaðist alvarlega og 150 hús skemmdust í hvirfilbyl í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna...

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_learning-math-2-2-4.gif
...ég er nú bara svo sljó að svona hluti skil ég aldrei almennilega.  Í október var maðurinn dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir nauðgANIR, en samt nær hann að nauðga konu í síðustu viku!!  Ég hefði haldið að eftir að búið er að dæma fólk í fangelsi í fleiri fleiri ár fyrir margar nauðganir, fari það í fangelsi og sitji af sér dóminn.  Þetta sýnir bara hversu sljór fattarinn á mér er, hann sér 2 + 2 = 5, sem samkvæmt lögmálunum, stemmir ekki.
mbl.is Gæsluvarðhald vegna gruns um nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn versnandi fer!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_child.gif

Persónulega finnst mér að foreldrar ættu að vera aðeins duglegri í að skammta tíma barna sinna í tölvunni!  Ekki meira en 1 tíma á dag fyrir börn yngri en 10 ára og þá mest 2 tíma á dag fram að fermingu - og aldrei að vera með tölvuna á lokuðu svæði, eins og svefnherbergi barnsins.  Það er bara í eðli barna að þefa uppi efni sem að þeim er ekki ætlað!  Sérstaklega ef að þau hafa óheftan aðgang að internetinu.  Eins er nú nóg um eineltismál og fíflalæti sem að fara í gegnum bloggsíður og MSN hjá þessum greyjum.  En þetta er bara mitt álit, hugsa að það séu alls ekki allir sammála mér!  En samanber þessi frétt hér að neðan, þetta getur allt farið úr böndunum ef að ekki er rétt haldið á spöðunum!

 


mbl.is Lögregla kölluð til vegna tölvunotkunar unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband