Bloggfærslur mánaðarins, mars 2006

Af jarðaförum og öðrum förum!

Fór í jarðaför í gær - ein lengsta jarðaför sem að ég hef verið viðstödd, fór fram á tveimur tungumálum svo að allt var tvítekið.  Legstaður mannsins var allavegna sá einn fallegasti sem að ég hef séð - í Fossvogskirkjugarðinum niður við sjóinn með frábært útsýni, og hvíli hann nú í friði manngreyið þó að ættingjar hans hái nú stríð með lögfræðingum um skiptingu arfsins - eins gott að blanda sér ekki of mikið í þetta stórskrýtna mál!

Eftir jarðaförina skelltum við Karen okkur á kaffihús og fengum okkur síðbúinn hádegismat, röltum síðan í góða veðrinu í miðbænum og enduðum á Ingólfstorgi með einn feitan í brauðformi - namm namm, veðrið í Reykjavík í gær var alveg rosalega gott, svona ísdagur!

Þegar ég var á Reykjanesbrautinni, á leiðinni heim, að þá hringdi Jón Fannar í mig og bauð mér með sér út á föstudaginn eftir viku, að því gefnu að við fengjum pössun, annaðhvort til New York eða Boston og ég var farin að hlakka geðveikt til.  En svo í dag að þá kom símtal frá honum um kaffileitið - hann þarf að vera í Glasgow á mánudaginn, svo að núna er hann á leiðinni útá flugvöll og er að vonast til að ná til Boston áður en vélin hans fer þaðan í kvöld, þá kemur hann í fyrramálið hingað til lands - en það er svo sem ekkert komið á hreint ennþá hvort að hann nái þessu flugi - hann þarf fyrst að ná flugi frá San Fran til að komast til Boston í tæka tíð.  Þetta kemur allt í ljós 0

Stefnan er annars tekin á höfuðborgina á morgun.  Eitt afmæli/innflutningspartý sem að þarf að fara í annað kvöld og eitt stk. fermingarveisla á sunnudaginn.  Svo að stelpurnar ætla að gista hjá Mæju ömmu og ég og kannski Jón Fannar gistum einhversstaðar - líklegast hjá frænku minni stóreignakonunni 0

Þannig er nú staðan á málunum í dag.  Við stelpurnar erum að passa hana Kamillu fram eftir kvöldi, vorum að koma af vídeóleigunni og erum að borða pizzu - til hvers eru föstudagskvöld til annars?

Ása Böðvarsdóttir er 8 ára í dag - við óskum henni innilega til hamingju með daginn! 0


Matur og meiri matur...

úff, gengur heldur illa í aðhaldinu þessa dagana - ég er bara sísvöng þessa dagana.  Og öll rútína fokin útí veður og vind! 0  En maður verður að fara að taka sig örlítið á, ég veit það alveg, gengur bara illa að komast aftur í gírinn, er alltof góð við sjálfa mig!

En hvað um það, Róm var ekki sigruð á einum degi!

Annars mest lítið að frétta af okkur þessa dagana - lífið gengur einhvernveginn sinn vanagang bara - bóndinn kominn í hlýjuna í San Fran á meðan við norpum hérna í kuldanum og norðangarranum.  Hvenær ætlar eiginlega að hlýna á þessu skeri hérna eiginlega - núna sakna ég eiginlega að vera úti í góða veðrinu í London, þó að það hafi sýnar slæmu hliðar hvað skordýraflóru varðar.  En það er allavegna hlýtt inni, og húsið heldur bæði vatni og vindi.

jæja, nenni ekki að blaðra meira um ekki neitt hehehe 0


Grasekkja á ný...

...jæja, bóndinn flaug áðan til das USA og verður þar fram yfir næstu helgi.  Stefnan hjá honum var tekin á Minneapolis núna þar sem að hann skiptir yfir í vél til San Fransisco með millilendingu í Denver.  Voðalega skemmtilegur sólarhringur framundan hjá honum eða þannig.  Verður í San Fran fram á/fram yfir helgi og þá er stefnan tekin á Boston eitthvað fram í næstu viku - brjáluð fundarhöld framundan hjá honum.  Af þessum orsökum kemst hann ekki í jarðaförina sem að hann ætti að vera í á fimmtudaginn, en ætli ég fari ekki fyrir hans hönd.  Svo nær hann nokkrum dögum heima áður en hann verður að rjúka út aftur......endalaus ferðalög á drengnum, ætti að láta hann bjóða mér með einhverntímann, ég gæti alveg eytt smá tíma í einu eða tveimur mollum eða svo!

Aníta er búin að vera veik alla helgina, með háan hita og pirring, mig grunaði eyrnabólgu, var síðan með hana áðan hjá háls, nef og eyrnalækninum, og jú jú, hún er með bullandi eyrnabólgu stelpan og komin á pensillín, önnur eyrnabólgan á þremur vikum!  Það er líka búið að bóka hana í rör og nefkirtlatöku í lok apríl, það á ekki af þeim að ganga systrunum.

Fórum í góða heimsókn til ömmu í dag og erum núna í mat hjá mömmu, maður verður að finna sér eitthvað til dundurs þegar maður er svona einn heima alltafhreint he he he.


Góður dagur...

...að minnsta kosti enn sem komið er, og ég efast um að hann geti versnað nokkuð úr þessu! 0  Fengum góða gjöf í dag sem á eftir að koma sér vel í sumar svo að takk kærlega fyrir okkur - þeir taka það síðan til sín sem að eiga það!

Leikskólinn hafði samband við okkur í fyrradag og vildi færa Elizu yfir á nýja leikskóladeild frá og með mánudeginum.  Við vorum ekkert hrifin af því og sögðum okkar skoðun á því, barnið er loksins að festast í sessi á þessari deild, þetta er ekki nema þriðji leikskólinn á rúmu ári, því að í apríl í fyrra fór hún af sínum gamla leikskóla yfir á nýjan og svo byrjaði hún á þessum í ágúst.  Ég hefði kannski sagt já ef að það væru fleiri að fara yfir á aðra deild, en nei, hún átti að vera sú eina.  Hún kemur til með að fara yfir á aðra deild í ágúst, en þá fer allur hópurinn og ein fóstra með þeim - mér finnst ekki rétt að taka hana frá öllum vinum sínum í einu, það er ekki nema 2 vikur síðan að stór hópur af deildinni hennar fluttist á aðra deild (miklar breytingar á leikskólanum, búið að fjölga um 2 deildir) og þar á meðal voru 2 góðar vinkonur hennar.  Eliza er orðin elst á sinni deild, enda afmæli í janúar - en á hennar deild eru börn fædd 2002 - sem að koma síðan til með að vera flest með henni í skóla þegar hún byrjar í skóla.  Allavegna, hún verður áfram á Hlíð fram á sumar, þá flytur hún á Kot ÁSAMT hinum krökkunum.  og ekki orð um það meir!  Anita fær vonandi pláss í júlí, ef ekki, þá í ágúst þegar við komum úr fríinu.  Hefði samt helst viljað vera búin með hana í aðlögun áður en við förum í fríið, því að ég verð þá í sumarfríi og dagmamman verður í fríi.  Sjáum til hvernig það fer allt saman.

Ósk Traustadóttir á afmæli í dag og er orðin 1. árs - við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju með daginn! 0

Fjárfestum í páskaeggjum handa stelpunum í gær í Bónus - Eliza var alveg óð þegar hún sá alla staflana af eggjum og var ekkert smá fljót að velja sér eitt - með bleiku blómi og appelsínugulum unga.   

Helgin stefnir í rólegheit og leti - smá tiltekt og þvottasyrpa svona innámilli 0


Viðburðaríkur sólarhringur!

Það má með sanni segja að sólarhringurinn 22. mars - 23. mars gleymist ekki í bráð.  Þetta er búinn að vera einn furðulegasti sólarhringur í lífi okkar.  Ferð á flugvöllinn að sækja vinkonu okkar, setið við dánarbeð vinar okkar á gjörgæslu, dottið inní atburðarrás sem að okkur grunaði ekki að væri til í alvörunni, heldur bara eitthvað sem að maður sér í bíómyndum eða Jerry Springer, vaknað um miðja nótt við "eitthvað" og fengið svo sterka tilfinningu fyrir því að nú væri hann dáinn aðeins til að fá símhringingu 5 mínútum seinna sem að staðfesti það - og svo lauk þessum 24 tímum með sprengjufréttum tengdum fjölskyldunni.  Ég segi nú bara ekki annað - hvað næst?  Sem betur fer var vinnudagurinn stórtíðindalaus - hefði ekki komið mér á óvart ef að eitthvað hefði gerst þar!

Fyrir utan þennan skrítna sólarhring er allt barasta við það sama hérna - held ég - er hálf meðvitundarlaus af þreytu og þrái ekkert heitara en að sofna feitt fyrir framan imbann í kvöld þegar snúllurnar eru sofnaðar.  Það styttist í það.  Jón Fannar er uppí húsi að byggja veggi, stelpurnar búnar að fá kvöldmatinn og eru hálfháttaðar, svo að þetta er allt að koma hjá mér.

Á von á systur minni í helgarheimsókn um helgina svo að það verður eflaust stuð að venju - ætlum að plotta eitt og annað fyrir sumarið, það þarf víst að skipuleggja eitt brúðkaup eða svo á næstunni!


ROSALEGA er langt síðan síðast

Jæja, fannst vera kominn tími til að byrja með smá blogg aftur af okkur fjölskyldunni. Mér reiknast það til að við höfum bloggað síðast á síðuna okkur útí London í byrjun júlí 2005, og síðan þá alltaf verið á leiðinni með að skella servernum í samband. En hérna er allavegna hægt að setja inn smá fréttir og slúður og upptalningu á leiðinlegum atburðum úr daglegu lífi okkar.....hehehe 0 Hvað er svona helst að frétta af okkur annars? Jú, við fluttum til Íslands, ég fór að vinna, Eliza er á leikskóla, Anita hjá dagmömmu og Jón Fannar flýgur á milli landa og reynir að gera öllum til hæfis inn á milli þess sem að hann, ásamt föður sínum, byggir framtíðarheimili fjölskyldunnar í Innri Njarðvík. Lífið gengur bara sinn vanagang hérna hjá okkur í Njarðvíkinni. Eliza er orðin 4. ára og er sannfærð um að hún sé prinsessa, Anita verður 2. ára í maí og er að myndast við það að fara að tala. Hún vill líka vera prinsessa eins og stóra systir - og auðvitað ganga prinsessur í kjól á hverjum degi og nota varalit - það vita það allir! 0 Verkefni næstu mánaða er að koma nýja húsinu í stand svo að við getum flutt þar inn sem fyrst - eða allavegna svona í byrjun sumars! Nóg af verkefnum í boði fyrir vinnufúsar hendur!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband