Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Meira brúðkaup

Jæja, er búin að fá nokkrar fleiri myndir úr brúðkaupinu fyrir ykkur til að skoða, er búin að bæta nokkrum þeirra inní nýtt myndaalbúm sem að heitir brúðkaup.  Útbjó líka nýtt myndband sem að má nálgast með því að smella á linkinn hérna fyrir neðan - voða gaman!!

 

 

View this video montage created at One True Media


Brudkaup - fleiri myndir

 

Annars er svosem ekkert að frétta héðan, erum bara að sleikja sólina við systur, förum í sveitina í viku á morgun - verðum í Hallskoti í Fljótshlíð ef að einhver á leið framhjá!!  Jæja, þetta gengur ekki lengur - sólin bíður eftir mér........jibbííííí


Má ég kynna...

Hr. og Frú

... Hr. Jón Fannar og Frú Rósu

 

View this video montage created at One True Media
Brudkaup 15.07.2006

 

Sunna frænka mín er búin að setja inn myndir frá brúðkaupinu inná síðuna sína, ýtið HÉRNA


Fleiri myndir

Tóm hamingja?

Gvöð - ég sem hélt að við værum bezt í heimi!  Svalur

Nema náttúrulega að íslendingar geta kvartað yfir öllu, sérstaklega veðrinu og verðlaginu og stjórnmálunum og sjónvarpinu.......þarf ég að halda áfram?


mbl.is Íslendingar í meðallagi hamingjusamir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefn

Veit einhver gott ráð við svefni?  Einhverra hluta vegna sefur mín eitthvað illa þessa dagana, mætti halda að eitthvað stress sé farið að gera vart við sig...

Annars er þetta allt að smella saman hjá okkur, nokkur smá atriði sem þarf að redda og svo erum við ready to go, ætlum að leggja af stað norður býst ég við uppúr hádegi á morgun.

Aníta byrjar á leikskóla í dag og hlakkar voðalega mikið til, búin að arka um með nýju leikskólatöskuna sína á bakinu núna í tvo daga.  Var ekki sátt við að fá að fara ekki með Elizu í gær, en er sannkölluð rólódrottning eftir hádegið.  Ég hef grun um að þetta verði alls ekki strembin aðlögun hjá okkur mæðgum, því að hún er svo félagslynd litla snúllan.

Jæja, best að drífa liðið á fætur til að geta verið komin á leikskólann á réttum tíma....geisp Hissa


Well well!

Ætla ekkert að tjá mig neitt mikið um neðangreinda frétt - en finnst þetta allt saman frekar sorglegt!

Annars var helgin bara róleg, skruppum aðeins í sveitina, vorum 2 tíma á leiðinni heim frá Borgarnesi til Mosfellsbæjar, voða gaman hjá okkur í bílalest Fýldur   Elíza fór í húsbílaferð með ömmu sinni svo að Aníta var ein um alla athyglina sem að henni fannst nú ekki leiðinlegt.

Vikan framundan er spennandi, nóg að gera hjá okkur við að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir laugardaginn - víííí, get bætt því við að það er ekki laust við að smá stress sé farið að gera vart við sig Skömmustulegur

 

Veðurspáin fyrir Hóla næsta laugardag eins og hún er á vef veðurstofunnar í dag.

FÖS, LAU og SUN: S-læg átt og vætusamt, en úrkomulítið og hlýtt í veðri á NA- og A-landi.

LAU 7 m/s 10 ° til 13 ° C

Held að það sé alveg ágætis veður þarna í sunnanátt!!  Allir að krossleggja allt sem hægt er að krossleggja, hehehe


mbl.is 9 ára og 62 ára gamlar mæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mamma gamla!

Held að þessi börn geti alveg örugglega a talað um mömmu gömlu þegar fram líða stundir.  En hvað er eiginlega að fólki?  Er það bara mér sem finnst þetta siðlaust og illa gert gagnvart börnunum?

Allavegna skil ég ekki hvernig konugreyið hefur orku til að eltast við nokkur börn á þessum aldrei.  Fyrir mitt leyti finnst mér alveg nóg að elta mínar snúllur og ég tel mig nú ekkert agalega gamla! (bara smá!) 

Ég bara gúdera þetta ekki!!  Sumir hefðu nú bara beðið eftir barnabörnum?  Eða ættleitt eldri börn!

Er ég krúl?


mbl.is Elsta tvíburamóðir í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringdyr

Ég hef alltaf sagt að svona hringdyr séu stórhættulegar!!  Svo og rúllustigar.  Og mótorhjól.  Og fallhlífastökk.  Og stökkbretti.  Og köngulær.  Og býflugur/geitungar!

 

Held að ég ætti bara að fá mér búbbluplast og vefja sjálfri mér og börnunum inní það!!


mbl.is Slasaðist í hringdyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suhuhumarfrí! :o)

ahhhhhhhhh, fyrsti dagur í sumarfríi...............gosh, maður veit barasta ekki hvernig maður á að haga sér!  hehe

Margt sem að maður þarf að bardúsa á næstunni, en í dag ætla ég samt að taka því rólega, fara og sóla mig og í sund og svoleiðis á meðan börnin dúlla sér á róló.  Já og svo er kjólamátum! Koss

 

Svo er einn hérna fyrir aðdáendur Latabæjar!  

http://i22.photobucket.com/albums/b306/magicjuan6/MISC/12596cek88plexa.gif

 


Draumar

Ég var með alveg agalega miklar draumfarir í nótt og tveir sterkir draumar sem að ég man eftir.

 Í öðrum þeirra varð ég alveg agalega reið og sár vegna svika í minn garð gagnvart ákveðnum manneskjum og samkvæmt www.draumur.is að þá táknar það:  Að vera reiður við einhvern í draumi er öruggt merki um að sá hinn sami er tryggasti vinur þinn.   Dreymi þig að einhver svíki þig geturðu treyst á hollustu vina þinna þegar á reynir.   Þú munt hljóta hjálpsemi.  Þetta síðasta var nafn eins gerandans.  Nú eins og flestir vita að þá er ég nú ekki sú manneskja sem er mikið fyrir að rífast og skammast við aðra þannig að ég var hálf sjokkerðu þegar ég vaknaði........hehe

Hinn draumurinn var eitthvað álíka fáránlegur, en þá var ég allt í einu farin að klippa og flétta hár á þjóðþekktri persónu.  Að dreyma hár útleggst í þessu tilviki sem;  Að greiða hár annarra boðar að þú leitar ráða hjá öðrum. Að flétta hár sitt er fyrir nýjum vináttuböndum.  Að missa hár eða klippa það mjög stutt er fyrir veikindum eða skaða.  Ég veit nú ekki alveg hvort að þetta síðastnefnda eigi við mig eða þessu þjóðþekktu persónu, en svo er aftur á móti spurnin hvort að maður eigi að vera að taka eitthvað mark á þessu!  Að dreyma nafn þessarar persónu er afturámóti fyrir trúarlegri athöfn.  Þetta með trúarlegu athöfnina getur alveg stemmt, enda ekki nema tvær vikur í brúðkaup!

Draumar - er eitthvað mark takandi á þeim??  Hvert er þitt álit?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband