Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hneyksl...

harrypotter...loksins hafði ég tíma í dag til að kíkja í bókabúðina, en hef verið mjög upptekin undanfarið í sumarbústaðarheimsóknum og ferðalögum, en tilgangur ferðarinnar var einmitt sá að fjárfesta mér í nýjasta eintakinu af Harry Potter, svo að í næstu fyrirhuguðu bústaðaferð hefði ég nóg lesefni á milli handanna.  En nei, hún er víst uppseld, er væntanleg á þriðjudaginn, hugsanlega!!!  Ekki hélt ég að íslendingar læsu svona mikið af bókum á ensku, en greinilega eru fleiri fullorðnir en ég að glugga í þessar stórskemmtulegu bókmenntir.  Játa það fúslega að ég á allar bækurnar, á ensku, og hef lesið sumar þeirra oftar en einu sinni og aðrar oftar en tvisvar!  Halo   

 Þetta ku víst vera útaf nördageninu... Blush


Cirkus

ClownVið stelpurnar kíktum í Cirkus á mánudaginn í boði Reykjanesbæjar og skemmtum við okkur allar alveg konunglega.  Ótrúlegustu hlutir sem að krakkarnir voru búnir að þjálfa sig upp í.  Flott hjá þeim.  Þið getið séð smá myndbrot frá þessu með að smella á linkinn hérna mms://veftv.vf.is/flikflak.wmv

Heimasíða Cirkusinns er síðan á þessari slóð http://www.cirkusshop.dk/cff/´

Þetta var nú ekki eina sem að okkur var boðið uppá á mánudaginn.  Síminn bauð okkur hjónunum á forsýningu á Harry Potter klukkan 6 og á leiðinni þangað komum við í Bernhard og sjoppuðum okkur annan bíl.  Ekki segja svo að maður hafi ekki nóg við að vera í fríinu.

Erum búnar að eiga góða daga núna í sumarfríinu við stelpurnar, sólbað og leikir, enda búnar að vera alveg rosalega heppnar með veðrið þessa 10 daga síðan að fríið okkar hófst.  Vonandi að næstu 4 vikur verði eins góðar Smile  Ég sem ætlaði að vera rosa dugleg að taka allt í gegn heima, það verður bara að bíða meðan sólin skín, hehehe...


Vopnað ráð?

Í fyrstu hélt ég að þetta væri eitthvert merkilegt öryggsiráð fyrst að það var vopnað, en svo sá maður nú hvers kyns var þegar maður las fréttina.  Leiðinda tæpó hjá þeim þarna...
mbl.is Vopnað ráð í 10-11 við Barónsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband