Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

og niðurstaðan varð...

Jæja - ég hafði rétt fyrir mér að nokkru leyti...ekki alveg út í hött hjá mér en hér að neðan eru þau lög sem komust áfram bláletruð.

  1. Montenegro – krumpuð skyrta
  2. Ísrael – vöðvabúnt sem söng eins og kelling – svo sem í lagi lag
  3. Eistland – sveittir perralegir karlar og hálf naktar gellur – ógeðslegir
  4. Moldavía – rauðir eyrnalokkar og bangsi – mikið rok á sviðinu – leiðinlegt lag – berfætt – þurfa líklega að taka rútuna heim.
  5. San Marino – drungalegur gaur sem slapp líklega úr dýflissu – allir mættu í fermingarfötunum. og enn með eighties klippinguna.
  6. Belgía – Sound of music stæl íklædd austurríska fánanum – full fjölþreifin við sellóleikarann sviðinu – agalega happý og leiðinlega euróvisjónlegt.
  7. Aserbaijan – Töff og getnó gaurar – komast örugglega áfram
  8. Slóvenía – 2 svarthöfðar á Heelies skóm mættir á svið með grænni gellu – agalega vond litasamsetning á búning, skærgrænt pils og fjólublár toppur
  9. Noregur – flottur blár kjóll – flott melódía
  10. Pólland – fegurðardrottningarkjóll með hálsmál niður á nafla
  11. Írland – Kalkúnn – frekar spes – ágætur með sósu og brúnuðum kartöflum
  12. Andorra – skrýtið höfuðskraut, líklegast gamall servíettuhaldari.
  13. Bosnía&Hersigóvína – prjónandi brúaðarkjólagellur og argintæta syngur lagið – doktor gunna stæl með möggu stínu í aðalhlutverki.
  14. Armenía – svaðalega þjóðlegt, töff gella og flugeldasýning – keli keli keli – hoppandi rass og brjóst – líklegt til að komast áfram
  15. Holland – arabískur taktur – glimmer – vantaði magadansmeyjarnar
  16. Finnland – Lordi wannabe – þungarokk og karlar berir að ofan flugeldar og eldspúandi taktur – ekki svo slæmt
  17. Rúmenía – súkkulaði sæt ástarballaða - hroðalegur kjóll hjá henni, leður og tjull með grænum lakkrísreimum.- voða melódískt og óperulegt
  18. Rússland – keimlíkt öðru lagi sem ég man ekki hvað heitir – nær líklega langt útaf strativaríusfiðlunni og skautasvellinu. Nær örugglega áfram í úrslitin
  19. Grikkland – lítil sæt barbídúkka í stuttu pilsi – britney spears style – brjóstadill og magadans – nær örugglega í gegn

Eurovisjón 1

Ákvað að dæma sjálf í fyrri undankeppninni og þetta er niðurstaðan segi ég - þau sem eru merkt með rauðu komast pottþétt áfram en þau með græna eru að slást um 10. sætið að mínu mati - sjáum hvað sannspá ég reynist!

  1. Montenegro – krumpuð skyrta
  2. Ísrael – vöðvabúnt sem söng eins og kelling – svo sem í lagi lag
  3. Eistland – sveittir perralegir karlar og hálf naktar gellur – ógeðslegir
  4. Moldavía – rauðir eyrnalokkar og bangsi – mikið rok á sviðinu – leiðinlegt lag – berfætt – þurfa líklega að taka rútuna heim.
  5. San Marino – drungalegur gaur sem slapp líklega úr dýflissu – allir mættu í fermingarfötunum. og enn með eighties klippinguna.
  6. Belgía – Sound of music stæl íklædd austurríska fánanum – full fjölþreifin við sellóleikarann sviðinu – agalega happý og leiðinlega euróvisjónlegt.
  7. Aserbaijan – Töff og getnó gaurar – komast örugglega áfram
  8. Slóvenía – 2 svarthöfðar á Heelies skóm mættir á svið með grænni gellu – agalega vond litasamsetning á búning, skærgrænt pils og fjólublár toppur
  9. Noregur – flottur blár kjóll – flott melódía
  10. Pólland – fegurðardrottningarkjóll með hálsmál niður á nafla
  11. Írland – Kalkúnn – frekar spes – ágætur með sósu og brúnuðum kartöflum
  12. Andorra – skrýtið höfuðskraut, líklegast gamall servíettuhaldari.
  13. Bosnía&Hersigóvína – prjónandi brúaðarkjólagellur og argintæta syngur lagið – doktor gunna stæl með möggu stínu í aðalhlutverki.
  14. Armenía – svaðalega þjóðlegt, töff gella og flugeldasýning – keli keli keli – hoppandi rass og brjóst – líklegt til að komast áfram
  15. Holland – arabískur taktur – glimmer – vantaði magadansmeyjarnar
  16. Finnland – Lordi wannabe – þungarokk og karlar berir að ofan flugeldar og eldspúandi taktur – ekki svo slæmt
  17. Rúmenía – súkkulaði sæt ástarballaða - hroðalegur kjóll hjá henni, leður og tjull með grænum lakkrísreimum.- voða melódískt og óperulegt
  18. Rússland – keimlíkt öðru lagi sem ég man ekki hvað heitir – nær líklega langt útaf strativaríusfiðlunni og skautasvellinu. Nær örugglega áfram í úrslitin
  19. Grikkland – lítil sæt barbídúkka í stuttu pilsi – britney spears style – brjóstadill og magadans – nær örugglega í gegn

Banvænn skyndibiti...

...já, maður verður að hugsa sig vel um áður en maður leggur í næsta McGóðborgara! Við lestur á íslensku fréttinni hélt ég kannski að hann hefði lent í alvöru útsöluslagsmálum en frétt BBC skýrði betur fyrir mér hvernig hlutirnir atvikuðust.


mbl.is Myrtur á Oxfordstræti um miðjan dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er líkur hverjum...

...maður finnur sér nú ýmislegt til dundurs í próflestrinum - hehe

 

MyHeritage: Family tree - Genealogy - Celebrity - Collage - Morph

 

MyHeritage: Look-alike Meter - Family history software - Free printable family tree chart


Já já...

...og ég verslaði oft í Waitrose sem er þarna rétt við!!  Bláu hringirnir eru þar sem við áttum heima, græni hringurinn er Waitrose og rauði hringurinn er þar sem húsin sprungu!

hverfid


mbl.is Tvö hús sprungu í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjósta-kjúlli

ChickenBreasts...eða chickenbreasts eins og breskurinn segir það. Ef að innflutningur á ferskum kjúklingabringum verður til þess að lækka verð á innlendum kjúklingi að þá er þetta bara af hinu góða. Ég ætla ekki að lýsa því sjokki sem ég fékk þegar ég flutti aftur til landsins og þurfti að kaupa í matinn fyrir fjölskylduna. 1500-2000 krónur fyrir einn bakka af kjúklingabringum! Og það er í lágvöruverslun - hef séð bakka með bringum slaga upp í 3000 kallinn.  Kjúklingur er aðaluppustöðumatur fjölskyldunnar og er hann hér á borðum ca. 3x í viku. Ég var vön að kaupa pakka af bringum fyrir ca. 500-600 krónur svo þið getið vel ímyndað ykkur af hverju manni hefur brugðið við. En það er bara eitt við þetta að bæta - MATUR ER ÓGEÐSLEGA DÝR Á ÍSLANDI!

Ég á að vera að læra fyrir próf - það gengur nú svona eins og það gengur. Þrjú próf eftir næstu 12 dagana svo að ég kem ekki upp úr kafinu fyrr en 16. maí. VicPlayhouse

Afmælisveislan hjá yngri prinsessunni verður svo haldin 18. maí frá klukkan 15:00 og fram á kvöld. Vonandi verður gott veður svo að hægt sé að bjóða gestum á nýja fína stórglæsilega sólpallinn okkar. Það sem verra er að nú heimta stelpurnar kofa í garðinn - svo að ætli það verði ekki næsta smíðaverk hjá pabbanum - að smíða kofa handa þeim Wink - það er svo sem í lagi að fá kofa en sú yngri vill fá í hann útvarp og sjónvarp, ætlar að flytja út í hann held ég.


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrn og almennur þrifnaður...

lyklabordgras...ég man nú þá tíð þegar ég vann við það m.a. að þrífa lyklaborð. Blása úr þeim öllu kuskinu og þrífa takkana með spíra. Ekki var óalgengt að fá inn lyklaborð sem voru svo brún af skít og húðfitu að varla sást á letrið á tökkunum. Í þá daga voru öll lyklaborð hvít og svört lyklaborð, eins og nú eru algengust, þekktust ekki. Sum lyklaborðin voru meira að segja svo svaðalega skítug að maður þurfti að bleyta eyrnapinna í spíra til að nudda og skrapa af þeim húðfitunni. Jamm - mér er bara spurn í heimi svörtu lyklaborðanna sem ekkert sést á - hvernig er ástandið á þeim.

Ég vinn í skóla og þar kemur reglulega upp njálgur - sem smitast yfirleitt frá fingrum upp í munn. Smit verða þegar einhver njálgsmitaður þvær sér ekki um hendurnar og dreifir sýklum á hurðarhúna, handrið - og lyklaborð svo dæmi séu tekin. Þó að það sé brýnt fyrir börnum að þvo sér um hendurnar eftir klósettferðir að þá er ekki þar með sagt að þau geri það. skitugurtakkiÞess vegna er maður orðinn hálf sýklahræddur eftir að hafa unnið í skóla og ef maður hefur verið að opna margar hurðir og nota handrið að þá er næsta víst að maður kemur við á salerninu til að þvo sér um hendur. Ég get vel ímyndað mér að almenningstölvur séu alsherjar gróðrastíja fyrir bakteríur og örverur. Þetta sannar enn og aftur að handþvottur er mjög mikilvæg hreinlætisregla og alveg synd að honum skuli ekki vera haldið meira á lofti í íslenskri menningu því að hjá öðrum þjóðum er hann mjög hátt skrifaður og ekki sest að matarborðinu nema vera búinn að þvo sér um hendurnar.

Annars sá ég sniðugt heyrnarpróf á síðunni hjá henni Helgu bloggfrænku minni sem ég þreytt hérna áðan og komst að því að ég væri enn mjög ung í anda þó að heyrnin sé nú eflaust eitthvað farin að gefa eftir. Ég man þá tíð þegar ég var að vinna í Íhlutadeildinn að frá einum tölvuskjánum sem við vorum með heyrðist alltaf svona hátíðnivæl - sem enginn heyrði nema ég, enda var ég langyngsta manneskjan sem vann þarna, ekki nema 19 ára meðan aðrir voru komnir vel á fertugsaldurinn. Niðurstöðurnar fyrir mig fylgja hér að neðan.

You can still hear reasonably well and you can play this without my old fart colleagues hearing it which makes you feel kinda good.

The highest pitched ultrasonic mosquito ringtone that I can hear is 15.8kHz
Find out which ultrasonic ringtones you can hear!

mbl.is Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband