Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Rosalegt alveg...

...sendi hlutaðeigandi innilegar samúðarkveðjur og býð fram aðstoð mína ef það er eitthvað sem ég get gert!
mbl.is Bruni í sumarhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skólanum, í skólanum....

Hef verið einstaklega upptekin undanfarið við vinnu mína. Það þarf að líta í mörg horn þegar skólastarfið hefst að nýju eftir sumarfrí. En núna fer smám saman að hægjast um, þar til ég byrja sjálf í mínum skóla um mánaðarmótin - þá verð ég aftur komin á span.

byssaÉg bara varð aðeins að tjá mig um þessa frétt hér að neðan, þar sem þetta er minn framtíðarstarfsvettvangur.  ER EKKI FOKKING VERIÐ AÐ DJÓKA????  Allt dettur þeim nú í hug í henni Ameríku, en vá, ég hélt ekki að þeir væru svona rosalega vitlausir. Byssur í skólastofunni er ekki góð hugmynd.  Ég sé þetta alveg í anda - kennarinn heldur nemendunum í gíslingu með því að miða á ÞÁ byssu - þá er nú eins gott að fara að haga sér og sinna náminu! Og vei þeim nemanda sem er með múður!

Allavegna, finnst þetta vera svona nokkrum skrefum of langt gengið!


mbl.is Kennarar fá að bera byssur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband