Ljúft að vera í sumarfríi.

Dagskrá dagsins var á þá leið að ég ætlaði að þvo þvott og þrífa svolítið - en hún riðlaðist heldur betur vegna veðurs. Við mæðgur skriðum á fætur rúmlega 9 og þá voru það morgunverkin, lesa blöðin, borða morgunmat ásamt tannburstuna og myglhreinsun. Að því loknu ákváðum við mæðgur að fara í gönguferð um hverfið og tókum með okkur nesti og teppi og varð þetta hin fínasta lautarferð hjá okkur enda einmunablíða í dag - sól og "svo-til-logn."  Eftir lautarferðina skelltum við okkur í sundlaugina ásamt um það bil hálfu bæjarfélaginu, svo mikill var mannfjöldinn.  En ljúfur dagur á allan hátt - verst að það er eitthvað að draga fyrir sólu núna, það hefði verið næs að leggjast út á pall núna! Vonandi eru þessir dagar forsmekkurinn á því sem koma skal restina af fríinu! Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara nice! Gott að þú fékkst svona sólardag loksins þegar þú ert komin í frí

Heiðdís (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband