Jóla hvað?

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_christmas-world-clipart-santa-claus-photos.jpg

....við önsum þessu ekki....  ja, eða kannski barasta ekki alveg strax.  Held að við verðum að flytja til að geta farið að jólast eitthvað fyrir alvöru.  Assgoti sniðugt að flytja svona rétt fyrir jólin, og fyrsti kassinn sem að maður tekur uppúr er kassinn með jólaskrautinu hehe.  En það er ekki alveg á döfunni strax, við höfum sett stefnuna á 9. des núna, en ætli maður verði byrjaður að tína eitthvað fyrr inn.  Við erum að gólfleggja á fullu þessa dagana og klárum vonandi barnaherbergin í dag, og hjónaherbergið í vikunni.  Flísalögnin er á lokastigi, búið að tengja vaska og klóið fer upp eftir helgi, málarinn klárar í næstu viku (vonandi, maður hefur enga stjórn á þessum mönnum!), svo að núna stendur bara á rafvirkjanum (hef enga stjórn á honum heldur).  En hann vonandi lýkur sér af fyrir þann 9. des, því að þá ætla ég að vera endanlega flutt!!  Við sem að ætluðum að flytja fyrir síðustu páska, en það klikkaði svona aðeins Blush, en það stefnir allavegna í að við verðum komin inn fyrir jól, víííí.

Nýju nágrannarnir eru jólaljósaóð eins og við, svo að það stefnir í  að við verðum soldið vel skreytt í ár, t.d. eru þau búin að setja upp ljósaseríu sín megin og nú stendur á okkur að halda áfram svo að hægt sé að kveikja allan hringinn.  Frábært að vera með nágranna sem að vill gera allt í stíl, ég þoli nefnilega ekki þegar fólk getur ekki komið sér saman um svona hluti.  Eins og útí London, mikið af parhúsum, annað kannski málað gult og hitt rautt osfrv.  Nei, ég verð að hafa mitt hús nokkurnveginn í stíl og ekki útúr kú! Sideways  já já, ég veit, ég er soldið skrýtin! Alien

Jæja, best að koma sér af stað, henda börnunum í pössun svo að við getum haldið áfram, verðum semsagt uppí húsi í dag að græja gólf! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband