Flutningar

Jæja, hef ákveðið að færa bloggið okkar hingað yfir, var ekki alveg sátt við virknina á blogcentral - fannst vanta fídusa sem að eru í boði hér.  Þar fer náttúrulega fremst í flokki sá möguleiki að geta sett inn myndir án mikillar fyrirhafnar!

Við mæðgur vorum annars að koma úr fimleikum - og ég er að fara að pakka okkur niður til næturgistingar í höfuðborginni.  Jón Fannar er búinn að vera að ferðast í 24 tíma núna og lendir uppá velli klukkan 15:00.  Flaug frá San Fransisco til Heathrow í gær og náði svo hádegisvélinni þaðan og hingað heim.  Auminginn fær nú ekki að sofa mikið, við erum að fara í afmæli í kvöld, fermingarveislu á morgun og mat til mömmu hans og pabba annaðkvöld - svo að það er nóg að gera hjá okkur þessa helgina, hann nær kannski að leggja sig í 2-3 tíma hjá mömmu á eftir.  Ekki verður Adam lengi í paradís í þetta sinn, hann þarf að fara til Glasgow á mánudagsmorguninn, flýgur fyrst til London og svo þaðan til Glasgow - nær vonandi síðan beinu flugi heim á föstudaginn frá Glasgow - getur verið að hann verði svo í Boston vikuna á eftir, eða aftur í Glasgow - þetta kemur allt saman í ljós.............stuna...........ég er að hugsa um að binda hann fastan heima bara yfir páskana!

Nína Björk Jónsdóttir á afmæli í dag og óskum við henni hjartanlega til hamingju með daginn - þú færð knús og kossa í kvöld þegar við mætum í partýið! :o)

Annars er 1. apríl í dag - svo að nú eins gott að láta ekki gabba sig! Hlæjandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband