Heyrn og almennur þrifnaður...

lyklabordgras...ég man nú þá tíð þegar ég vann við það m.a. að þrífa lyklaborð. Blása úr þeim öllu kuskinu og þrífa takkana með spíra. Ekki var óalgengt að fá inn lyklaborð sem voru svo brún af skít og húðfitu að varla sást á letrið á tökkunum. Í þá daga voru öll lyklaborð hvít og svört lyklaborð, eins og nú eru algengust, þekktust ekki. Sum lyklaborðin voru meira að segja svo svaðalega skítug að maður þurfti að bleyta eyrnapinna í spíra til að nudda og skrapa af þeim húðfitunni. Jamm - mér er bara spurn í heimi svörtu lyklaborðanna sem ekkert sést á - hvernig er ástandið á þeim.

Ég vinn í skóla og þar kemur reglulega upp njálgur - sem smitast yfirleitt frá fingrum upp í munn. Smit verða þegar einhver njálgsmitaður þvær sér ekki um hendurnar og dreifir sýklum á hurðarhúna, handrið - og lyklaborð svo dæmi séu tekin. Þó að það sé brýnt fyrir börnum að þvo sér um hendurnar eftir klósettferðir að þá er ekki þar með sagt að þau geri það. skitugurtakkiÞess vegna er maður orðinn hálf sýklahræddur eftir að hafa unnið í skóla og ef maður hefur verið að opna margar hurðir og nota handrið að þá er næsta víst að maður kemur við á salerninu til að þvo sér um hendur. Ég get vel ímyndað mér að almenningstölvur séu alsherjar gróðrastíja fyrir bakteríur og örverur. Þetta sannar enn og aftur að handþvottur er mjög mikilvæg hreinlætisregla og alveg synd að honum skuli ekki vera haldið meira á lofti í íslenskri menningu því að hjá öðrum þjóðum er hann mjög hátt skrifaður og ekki sest að matarborðinu nema vera búinn að þvo sér um hendurnar.

Annars sá ég sniðugt heyrnarpróf á síðunni hjá henni Helgu bloggfrænku minni sem ég þreytt hérna áðan og komst að því að ég væri enn mjög ung í anda þó að heyrnin sé nú eflaust eitthvað farin að gefa eftir. Ég man þá tíð þegar ég var að vinna í Íhlutadeildinn að frá einum tölvuskjánum sem við vorum með heyrðist alltaf svona hátíðnivæl - sem enginn heyrði nema ég, enda var ég langyngsta manneskjan sem vann þarna, ekki nema 19 ára meðan aðrir voru komnir vel á fertugsaldurinn. Niðurstöðurnar fyrir mig fylgja hér að neðan.

You can still hear reasonably well and you can play this without my old fart colleagues hearing it which makes you feel kinda good.

The highest pitched ultrasonic mosquito ringtone that I can hear is 15.8kHz
Find out which ultrasonic ringtones you can hear!

mbl.is Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband