Miðvikudagur, 19. apríl 2006
Rigning vs Sól
Eitthvað var heilsan undir slappleikismörkum á sunnudag, allavegna stendur páskaeggið mitt ennþá óhreyft inní skáp, ekki verið mikil lyst á sætinum undanfarið - ótrúlegt en satt, ég var nú bara búin að hlakka til að borða páskaegg í margar vikur. Kalldúllan kom færandi hendi með Konfektegg frá Nóa handa mér (hann fékk líka eitt, ég er að narta hans núna hehe), stelpuskotturnar fengu egg líka og þeim fannst nú nammið inní mest spennandi - eggin eru eftir svotil alveg heil, hugsa að þau lendi nú í ruslinu úr þessu, þær eru alveg búnar að gleyma þeim núna.
Við ákváðum að stelpurnar gætu alveg eins fengið sumargjafirnar sínar um helgina fyrst að veðrið var svona gott - og núna er kvöð á okkur að fara með þær að labba á hverjum degi, eða við að labba - þær að hjóla. Sandkassinn var líka tekinn í notkun um páskana, og nú er ekkert gaman að vera inni lengur, þær vilja vera úti, annaðhvort að moka eða hjóla. Svo að það er hætt við að grágulgræni liturinn sem að hefur verið á andlitinu á mér hverfi á næstunni, verður vonandi að brúnku - nú er bara að vona að gula skrímslið á himnum láti sjá sig sem oftast á næstunni!
Aníta er annars komin með leikskólapláss og byrjar 11. júlí, en þá kemur leikskólinn úr sumarfríi. Berglind ætlar að vera í vist hjá okkur og svo er róló opinn líka, því að mín verður að vinna til 7. júlí - þó að maður vinni í skóla fær maður sko ekki kennarasumarfrí - bara strípaða 24 daga, ég tek 3 vikur í júlí, og 2 vikur í ágúst þegar við förum til Tenerife.......vííí, mér er ýkt farið að hlakka til! Vinn nokkra daga þarna um mánaðarmótin júlí/ágúst áður en ég fer aftur í frí.
Síðasti dagurinn í páskafríinu í dag, var að brúðkaupsstússast í morgun, fór í lönsj með unnustanum í hádeginu á Duus og svo notaði ég seinnipartinn til að olíubera garðhúsgögnin og var ekki vanþörf á því, þau voru greinilega orðin mjög þyrst, hugsa að ég verði að fara aðra umferð bráðlega, svona svo að þetta endist íslenskt sumar, á einhvernveginn von á meiri rigningu heldur en sól hér á Fróni í sumar!
Hver er ykkar skoðun á því máli?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 16. apríl 2006
Súkkulaðidagurinn
Í dag er páskeggjadagur og vill ég því nota tækifærið og óska ykkur til hamingju með daginn! Gleðilegt páskaegg!
slef
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 15. apríl 2006
Notalegheit!
Ohh, hvað það er gott að vera í svona fríi - sofa mikið og horfa á imbann og slaka á! Fórum í matarboð í gær (vorum þar reyndar líka í kaffinu, extra uppáþrengjandi gestir, hehe!) og fengum voða fínan mat - namm namm - þetta stefnir í að verða frekar matardagbók en blogg!
Dagurinn í dag er búinn að vera fínn - fórum í bíltúr áðan, keyptum ís og rúntuðum útí Garð og Sandgerði. Áður en það gerðist eignuðust stelpurnar ný hjól! Veðrið var svo rosalega gott að við ákváðum að í dag væri tilvalið að gefa sumargjafirnar - þ.e. nýju hjólin þeirra. Það var mikil hamingja og það er búið að hjóla útí eitt síðan. Fórum í góðan göngutúr með stelpurnar, Elíza hjólaði (að mestu leyti), Anítu var ýtt, og við löbbuðum. Við þurftum svo að draga þær inn um sjöleytið, en þá höfðu þær verið í garðinum að leika sér í nær klukkutíma. Við verðum virkilega að redda sandi í sandkassann sem fyrst - nú þegar veðrið er að skána sé ég fram á að þær eigi eftir að leika mikið úti í garði á næstunni! Myndir af hjóladrottningunum koma inn á næstunni!
Kvöldið er heldur óráðið - en við erum komin með manneskju til að passa fyrir okkur svo að ætli það verði ekki kíkt í eins og einn bjór eða svo - og svo í partý sem að búið er að bjóða okkur í!
íha...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. apríl 2006
Rooooop!
Vorum að koma úr fermingarveislu, og maður náttúrulega búinn að glomma yfir sig af allskonar gúmmulaði - namm namm, alltaf gaman að fara í veislur!
Komum heim í gærmorgun, ósofin og fín, sváfum fram eftir degi og sóttum svo snúllurnar í pössun, síðan var forvitninni hleypt í ferðatöskurnar, Elíza var mest svekkt yfir því að við komum ekki með nýju fötin hennar að sækja hana á leikskólann, en tók fljótt gleði sína á ný eftir að heim var komið.
Til að sýna ykkur hvað heimurinn er rosalega lítill að þegar við vorum nýstigin útúr rútunni frá bílaleigunni fyrir utan terminalið, og vorum að baxa við að ná okkur í kerru, að þá labbar fólk í flasið á okkur, Magga, Madda og Bryndísardóttir (hún og JFK eru systrabörn) og Chris - hún hafði þá verið að lenda með vélinni sem að við vorum að fara í, hún var að koma í heimsókn til hans næstu tvær vikurnar. En ótrúleg tilviljun að rekast svona á þau útá götu, 5 metrar til eða frá hjá rútunni og við hefðum ekki rekist á þau, 30 sekúndur til eða frá, og við hefðum ekki rekist á þau!! Svona er heimurinn lítill og uppfullur af óvæntum uppákomum!
Nú er það bara imbagláp og rólegheit framundan, ekki mikið planað um páskana, nema nokkur matarboð eða svo - éta éta éta...namm namm namm...
he he he - viktin er ekki niðurávið þessa dagana!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. apríl 2006
Mánudagurinn 10. Apríl - Starbucks á The Biltmore, Providence, RI
Sit herna a Starbucks og sotra appelsinudjus og borda koku - er ekki thekkt fyrir mikla kaffidrykkju - en her er internet svo ad til ad hvila mig fra budarrapinu akvad eg ad setjast adeins hingad inn.
Ferdin er buin ad vera alveg frabaer hingad til. Sma seinkun a fluginu thannig ad vid gerdum ekkert a fostudagskvoldid nema fa okkur ad borda a hotelbarnum og svo bara ad sofa, enda komid langt fram yfir hattatima. Timamismunurinn hja okkur er 4 timar a eftir Islandi, nuna er klukkan semsagt half 2 hja mer, en half 6 a froni! Allavegna, eyddum laugardeginum i ad leika turista, forum i skipulagdar skodunarferdir um alla Boston, skodudum gamalt herskip, og forum i utsynisturn og saum alla helstu stadina. Ut ad borda um kvoldid a steikhus. I gaer svafum vid frameftir og eftir morgunmat tekkudum vid okkur ut af hotelinu, tokum bilaleigubil og keyrdum
aleidis til Providence. Forum reyndar fyrst i Galleria Moll i Cambridge (vid hlidina a Boston) og thar komst min i feitt, tokst ad eyda fullt af penge a engum tima (ad mer fannst, Joni Fannari var vist
eitthvad farid ad leidast oll bidin!) Stoppudum adeins i K-Mart adur en vid komum a hotelid i gaerkvoldi. Ut ad borda a brugghusi og svo bara i hattinn klukkan 10, erum ekki alveg buin ad na upp thessum timamismuni. I morgun for Jon Fannar i vinnuna, en eg skellti mer i Providence Place mollid sem ad er vid hlidina hotelinu, tokst ad kaupa og kaupa og kaupa thar, a stelpurnar og Jon Fannar - vid getum lika ordad thad thannig ad eg hafi fengid nett kastt... hehehe - thetta stefnir allt i adra ferdatosku - serstaklega ef ad vid forum i Target a eftir, vorum eitthvad ad spa i thvi!
Annars langadi mig ad segja ykkur fra hotelinu sem ad vid erum a herna i Providence. Thad var byggt arid 1922 og er i upprunalegu astandi - thad er haldid vid eins og thad var thegar thad var byggt. Og eg verd bara ad segja OMG!!! Herbergid okkar er eins konar mini- svita, um 50
m2 af staerd, med 2 king size rumum, stofu, 42" plasma (sem ad var nu ekki til 1922) en va - thvilikt herbergi - bara ef oll herbergi vaeru eins og thetta!!
Thvi midur gleymdum vid myndavelinni heima, en fjarfestum okkur i einnota graeju svo ad thad er aldrei ad vita nema ad thad komi myndir einhverntimann inn ur ferdinni!
Leggjum i hann heim annad kvold hedan og lendum a midvikudagsmorguninn
- sjaumst sidar!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. apríl 2006
Brottför
Þetta er bloggað úr betri stofunni í flugstöðinni - sitjum hér og sötrum bjór og troðum í okkur bakkelsi í boði Icelandair! Já, mikið agalega er lífið ljúft allt í einu!
Stelpurnar komnar í pössun, ég komin í páskafrí, með bjór í annarri og kallinn í hinni, á leiðinni í utanlandsferð og búðarráp! Gæti lífið verið betra?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. apríl 2006
USA - here I come!
Ja, það er nú oft mikil lognmolla í kringum okkur, en ekki þessa dagana get ég sagt ykkur. Klukkan 15:30 í gær var tekin sú ákvörðun, fyrst að Jón Fannar þyrfti að vera á fundi í Providence á mánudag og þriðjudag, að ég myndi bara fara með til das USA. Og til að gera þetta að svolítilli ferð, ákváðum við að fara seinnipartinn á morgun, föstudag. Hann kemur frá Glasgow um 12:30 á morgun, vélin fer í loftið til Boston klukkan 17:00 svo að hann nær nokkrum tímum á Íslandi áður en við höldum út aftur. Brjáluð ferðalög alveg.
Við ætlum að slaka á í Boston um helgina, og svo á sunnudagskvöld færum við okkur yfir til Providence þar sem að ég hef hugsað mér að kanna innviði eins og nokkurra verslunarmiðstöðva á meðan kallinn vinnur inn fyrir reikningunum!
Ömmurnar ætla að sjá um að passa börnin og Anna frænka hjálpar aðeins til líka. Við missum af svaka afmælisveilsu hjá Ásu og Jóni á laugardaginn, en stelpurnar mæta náttúrulega þangað með pakka fyrir okkar hönd. Við komum svo aftur til landsins á miðvikudagsmorgun, rétt svona til að útbúa einn rétt fyrir ferminguna hennar Beggu sem að er á skírdag.
Aníta greyið er búin að vera frekar slöpp alla vikuna, er náttúrulega komin á enn eitt pensillínið með sínum fallegu aukaverkunum. Hún var svo brennd á bossanum áðan þegar hún kom frá dagmömmunni að hún gat varla gengið - maður þarf að vakta bleyjuna hennar því að það kemur engin lykt en deadly burning! Greyið er frekar aumt og orðin hvekkt á öllum þessum meðölum, smá slagur í kvöld við að koma pensillíninu ofan í hana. Hef verið að reyna að koma ofan í hana eplum og eplasafa og fékk í apótekinu einhverjar töflur sem að eiga að auðvelda henni að endurbyggja þarmaflóruna. Það sem verra er að það eru nokkrir dagar eftir, flaskan af meðalinu er rétt hálfnuð svo að það verður gaman hjá ömmu gömlu um helgina Ég ætla rétt að vona að þetta sýklalyf sé að virka á eyrnabólguna og pirringurinn sem að er í henni núna sé vegna brennda bossans og ónota af sýklalyfinu.
Eliza er afturámóti bara í góðum fíling þessa dagana og dundar sér endalaust við það að perla. Það kemst fátt annað að hjá henni þessa dagana en að perla spjald eftir spjald eftir spjald, straujárnið nær vart að kólna á milli, því að auðvitað þarf að strauja alla þessa miklu handavinnu. Henni gengur vel í leikskólanum, var í foreldraviðtali um daginn sem að kom vel út, þurfum samt að taka á einum hlut, en það er að láta ekki eftir henni þegar hún fer að væla, og venja hana af því að vera svona vælin yfir öllu sem að miður fer. Hennar sterku hliðar eru fínhreyfingarnar og handavinna af ýmsu tagi, föndur er hennar fag! Henni finnst afturámóti leiðinlegt að leika sér úti og er lengi að klæða sig og ef kalt er úti húkir hún við hurðina og bíður eftir að vera hleypt inn aftur. Hefur kannski eitthvað að segja að hún var ekki vön að vera mikið úti að leika sér meðan við bjuggum úti, nema þá náttúrulega í góðu veðri. En þetta er allt í rétta átt og þær voru mjög ánægðar með hana, enda komin af góðu fólki, gáfuð og vel upp alin!
Er loksins búin að pakka ofaní tösku fyrir ferðina, finna til vegabréfið og græja mig til, fer svo til beint úr vinnunni uppí flugstöð. Við ætlum þó að sækja stelpurnar og koma þeim í pössun til Önnu, en þær verða svo sóttar þangað. Náum að kveðja þær, en spurningin er hvernig Aníta greyið tekur þessum aðskilnaði frá mömmu sinni, hefur aldrei verið svona lengi í burtu frá mér áður, metið er 3 nætur, núna verða þær 5! Mamman er nú þegar búin að fá geðveikt samviskubit yfir að skilja þær svona eftir og fór með þeim í dótabúðina seinnipartinn og prinsessaði þær aðeins upp með hálsmenum, eyrnalokkum og hringum ásamt prinsessuskóm. Úff, eins gott að það séu bara ljót barnaföt í henni Ameríku, þetta gæti annars endað í ferðatöskum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 4. apríl 2006
Algjört met!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 4. apríl 2006
Meiri veikindi
Jæja, núna erum við mæðgur, þ.e. ég og Aníta heima í dag. Hún er veik enn eina ferðina greyið. Fór með hana á mánudaginn í síðustu viku og þá var hún með eyrnabólgu, fékk pensillín, kláraði á laugardaginn, komin með hita aðfararnótt sunnudags en annars hress. Var svo orðin drulluveik þegar ég sótti hana til dagmömmunnar í dag, gröfturinn lak svoleiðis úr augunum á henni og hún var eins og geimvera í framan (soldið ýkt)! Læknirinn sá greinilega eyrnabólgu hægra megin svo að það lítur út fyrir að pensillínskammtur síðustu viku hafi ekki gert neitt gagn, orðin ónæm fyrir Flemoxin. Er núna komin á eitthvað meira krassandi og við skulum vona að henni fari að batna núna, ómögulegt að hún finni alltaf svona til í eyranu sínu.
Af öðrum málum að þá er bóndinn í Glasgow þessa vikuna, væntanlegur heim um hádegi á föstudag. Ekki er alveg útséð með Boston ferðina sem að vera átti í næstu viku, það getur verið að hún standist ennþá svo að - watch this space!
Var með smá námskeið niðrí vinnu í gær, gekk alveg sæmilega, gaman að geta miðlað af kunnáttu sinni til þeirra sem að minna vita!
Gistum hjá Önnu Siggu og Palla á laugardagskvöldið - stelpurnar voru hjá "Mæju ömmu" - það var voða gaman í afmælinu sem að við fórum í og svo var líka gaman í fermingarveislunni sem að við fórum í á sunnudaginn, alltaf gaman að hitta ættingja og spjalla. Jón Fannar var búinn að vera á ferðalagi í 24 tíma þegar hann lenti klukkan 3 á laugardaginn og var soldið þreyttur, en er svona að jafna sig á tímamismuninum þessa dagana.
Stefni á það að ryksuga og taka soldið til í dag fyrst ég er heima - þið vitið nú hvað mér finnst það gaman...hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. apríl 2006
Flutningar
Jæja, hef ákveðið að færa bloggið okkar hingað yfir, var ekki alveg sátt við virknina á blogcentral - fannst vanta fídusa sem að eru í boði hér. Þar fer náttúrulega fremst í flokki sá möguleiki að geta sett inn myndir án mikillar fyrirhafnar!
Við mæðgur vorum annars að koma úr fimleikum - og ég er að fara að pakka okkur niður til næturgistingar í höfuðborginni. Jón Fannar er búinn að vera að ferðast í 24 tíma núna og lendir uppá velli klukkan 15:00. Flaug frá San Fransisco til Heathrow í gær og náði svo hádegisvélinni þaðan og hingað heim. Auminginn fær nú ekki að sofa mikið, við erum að fara í afmæli í kvöld, fermingarveislu á morgun og mat til mömmu hans og pabba annaðkvöld - svo að það er nóg að gera hjá okkur þessa helgina, hann nær kannski að leggja sig í 2-3 tíma hjá mömmu á eftir. Ekki verður Adam lengi í paradís í þetta sinn, hann þarf að fara til Glasgow á mánudagsmorguninn, flýgur fyrst til London og svo þaðan til Glasgow - nær vonandi síðan beinu flugi heim á föstudaginn frá Glasgow - getur verið að hann verði svo í Boston vikuna á eftir, eða aftur í Glasgow - þetta kemur allt saman í ljós.............stuna...........ég er að hugsa um að binda hann fastan heima bara yfir páskana!
Nína Björk Jónsdóttir á afmæli í dag og óskum við henni hjartanlega til hamingju með daginn - þú færð knús og kossa í kvöld þegar við mætum í partýið! :o)
Annars er 1. apríl í dag - svo að nú eins gott að láta ekki gabba sig!
Bloggar | Breytt 4.4.2006 kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)