Færsluflokkur: Bloggar

Tær snilld

Ef að það eru 10 síðan að lénið var skráð, og 9 ár síðan að það fór í notkun, þá finnst mér ég frekar framarlega á merinni, get svarið að ég er búin að nota google í tæp 9 ár, og googla allann andskotann á tímabilinu.  Get allavegna viðurkennt það hér og nú að ég er googlari! 
mbl.is Tíu ár síðan lénið google.com var skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá...

Kannast alveg við að hafa verið með skúffu fulla af farsímum í mínu fyrra starfi, enda náttúrulega bannað samkvæmt skólareglum að vera með síma í skólanum.
mbl.is Taka þarf farsíma af nemendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símar

gsmÉg man þegar ég einaðist minn fyrsta GSM síma.  Fékk forlátann síma í afmælisgjöf frá pabba árið 1999, af Ericson gerð (áður en Sony keypti það), svartan og gulan hlunk, um það bil 3x stærri heldur símar dagsins í dag, og þykkari.  Veit að maðurinn minn var enn fyrr í þessu, var kominn með síma í kringum 1994, þá risa hlunk sem engum dytti í hug að burðast með í beltinu í dag eins og var gert þá.  Hann dauðskammaðist sín fyrir að vera með þetta, þá var lame að vera með GSM síma, en þurfti á honum að halda vegna fyrirtækisins sem að hann rak.  Núna dauðskammast fólk sín ef að þá á ekki GSM síma.  Tímarnir breytast og mennirnir með, það er óhætt að segja það.

 Annars á hún Stórvinkona mín hún Sólveig afmæli í dag, 30 ára, og systir hennar líka, ég vil óska þeim stöllum innilega til hamingju með daginn, kannski ég sendi þeim eins og eitt SMS í tilefni dagsins!

Over and out


mbl.is Farsímatæknin orðin 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefnvenjur

Held að börn sofi yfirhöfuð of lítið hér á landi, finn það bara á mínum grísum að þær eru ómögulegar ef þær fá ekki sinn 10-11 tíma svefn á hverri nóttu.   Þurfa helst að vera komnar í rúmið klukkan 20 til að vera nokkuð sprækar klukkan 7. 

 


mbl.is Forráðamenn hvattir til að gæta þess að börn fái nægan svefn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósanótt

Northern-Lights Í dag er komið að setningu Ljósnætur, enn eitt árið.  Víí, ég missi því miður af setningunni, verð í skólanum, en hún Eliza ætlar að vera viðstödd með leikskólanum og horfa á nælon og vera með í blöðrusleppingunni.  Það er ekki búin að vera nein smá spenna undanfarna daga útaf þessum atburði.  Margir spennandi atburðir framundan, eins og árgangagangan, tónleikar, flugeldasýningin, sölubásarnir og listasýningar út um allan bæ.  Það verður semsagt stuð hjá okkur um helgina, ekki víst að lærdómurinn fái fulla athygli!  http://www.ljosanott.is/

Skólabúningar

Jæja, fyrst að ég lýsti yfir hrifningu minni af skólabúningum í fyrri bloggfærslu, ákvað ég að skella inn þessari líka og smella með mynd af skólabúningnum úr mínum skóla.  Þar voru búningar teknir upp í síðustu viku og reynslan ekkert nema jákvæð.   Áfram skólabúningar!!  Myndin er fengin að láni frá vf.is

skolafatnadur


mbl.is Flestir vilja vera í skólabúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pennaveskjakapphlaupið

pencilcaseÉg man þá tíð að enginn var maður með mönnum nema að hann ætti að minnsta kosti tveggja hæða pennaveski, þriggja hæða voru þó flottust, þar sem að sér hólf var fyrir trélitina, annað fyrir tússlitina og sér hæð fyrir blýantana og skrifáhöldin öll.  Og auðvitað varð að vera skrautleg mynd helst af einhverri þekktri teiknimyndapersónu utaná.  Vá hvað mér fannst þessi pennaveski hrikalega spennandi og man þegar mér áskotnaðist eitt að gjöf frá ömmu og afa - á þremur hæðum, hvorki meira né minna, það var sko kúl!  En mikið assgoti gat maður öfundað hina sem áttu flottu pennaveskin - á meðan maður átti ekki sjálfur nema einnar hæða!

Mér finnst þetta með að kennararnir panti ritföngin stórsniðugt og ég er líka algjörlega hlynnt þessu með skólabúningana, skapa samheldni, draga úr öfund og einelti.  Bara kúl!  :o)


mbl.is Kenn­ar­arn­ir panta rit­föng­in og for­eldra­fé­lag­ið inn­heimt­ir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólinn er byrjaður...

...og svaka fjör!  Er enn með harðsperrur eftir hópeflið á mánudaginn, og ekki er laust við að maður sé eitthvað lúinn eftir að innbyrða lærdóminn daginn út og daginn inn.  Smile   En mér líst bara vel á þetta og hlakka til að takast á við viðfangsefni vetrarins.
mbl.is 932 nýnemar við Kennaraháskóla Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ástin mín...

...við skulum eignast annað barn, lilli litli er orðinn rúmlega eins árs og gott fyrir hann að eignast eins og eitt systkini eða svo.   Vúps... held að þau hafi orðið fyrir smá sjokki í sónarnum! W00t   Held að svona fréttir taki smá tíma að melta! 
mbl.is Eignaðist eineggja fjórbura; líkurnar einn á móti 13 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti dagur riddarans...

...í dag lék ég hlutverk mitt sem riddari í síðasta skipti.  (börnin héldu að ég væri riddari en ekki ritari, hehe)  Á mánudaginn hefst síðan alvara lífsins og skólinn byrjar.  Ég verð nú að segja að það er með trega sem ég kveð þetta starf mitt, en sem betur fer þarf ég ekki að kveðja starfsfélagana, því ég verð áfram með tölvurnar - væntanlega bíður mín svo staða þegar ég útskrifast eftir 3 ár!

Annars var fríið ljúft en þessi vika hefur verið alveg agalega erfið, vakna á morgnanna klukkan 7 er hryllilegt og koma okkur útúr húsi á réttum tíma er rosalegt átak og þreytan sem að herjar á mann á kvöldin er gífurleg.  En væntanlega skánar þetta nú bráðlega, þegar maður venst rútínunni!

Ætlum að skella okkur í brúðkaup á morgun til Skúla og Erlu og í bíó á sunnudaginn með stelpurnar.  Annars veitir okkur eflaust ekki af að taka smá skurk i pallamálunum, en það vantar herslumuninn uppá að hann verði tilbúinn.  En þetta fer allt að falla allt saman í farveg þegar maður er hættur að vera í sumarfríi og eyðir meiri tíma heimavið.  Erum nú búin að afreka helling innanhúss í sumar, setja upp ljós og snaga og spegil og myndir og lyfjaskáp og svona dyttinn og dattinn.  Næstu vikurnar verður það eingöngur skúrinn og pallurinn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband