Mánudagur, 8. maí 2006
StrepA
Mín lögst í rúmið með Streptokokkasýkingu í hálsi - veit ekki hvar ég náði í hana - en ef að einhver ykkar sem að ég hitti í síðustu viku farið að fá hálsbólgu/eyrnabólgu og general slappleika, að þá sakar ekki að láta taka sýni! Drattaðist loksins til dokksa í gær eftir að hafa verið drulluslöpp og illt síðan á föstudag - og er komin á penisillín - guð hvað það er nú gaman eins og það er þekkt fyrir fáar aukaverkanir og ég fæ þær yfirleitt allar!! Reyndi að fara í vinnu í morgun, en var bara of sloj til að meika það, var skipað að fara heim og jafna mig betur! Svo að mín er bara heima núna - í rúminu - eins og góðum sjúklingi sæmir...hehehe je rægt, tók með mér vinnu heim, ætla að dunda mér við hana fram eftir degi, sé til hvort að ég leggi mig, ég þarf allavegna ekki að vera á þönum hérna heima eins og í vinnunni. Ég er ágæt svo framarlega sem að ég tek því rólega og bryð verkjastillandi á 5 tíma fresti!
Annars var kátt á hjalla hér á laugardaginn - bóndinn fékk góða afmælisgjöf frá góðu fólki og var hún brúkuð fyrir allt þetta góða fólk á laugardagskvöldið - namm namm - grilltímabilið er hafið!! Við tókum fram hoppukastalann fyrir börnin, veðrið var yndislegt og allt með besta móti - nema náttúrulega heilsan á mér sem að var hálf sloj.........en velheppnað kvöld engu síður.
Afmælisbarn dagsins er hún stóra systir mín, Auður, hún er 29 ára og 96 mánaða í dag - við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju með afmælið - þið náið hennir undir http://konan.blog.is
Og, já, það verður svo 2. ára afmælisveisla hérna heima hjá okkur sunnudaginn 21. maí klukkan 15:00 - Aníta Ýrr snúlla á afmæli!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.