Miðvikudagur, 23. mars 2011
Náttúran veit sínu viti!
Móðir hans hafnaði honum fljótlega eftir fæðingu og hann sýndi af sér hegðun sem ekki var eðlileg hjá ísbjörnum alla jafna! Starfsmenn dýragarðsins héldu að frægðin og athyglin hefði stigið honum til höfuðs en svo kemur í ljós að hann var með miklar heilaskemmdir.
Móðir hans hefur örugglega fundið þetta um leið og hann fæddist að það væri ekki allt með felldu og hafnað honum í kjölfarið.
Ég er hrædd um að það myndi nú eitthvað hljóð heyrast úr horni ef við mannfólkið tækjum upp á þessu nú á dögum!
En hvenær hættum við að vera svona næm á hvort allt sé með felldu eða ekki? Getur einhver svarað því? Var mannskepnunni einhvern tímann gefinn þessi hæfileiki á að meta við fæðingu hvort krílið væri lífvænlegt eður ei? Hmmmm, ég ætti kannski að lesa mér til í mannkynssögu fornalda!
Knútur með heilaskemmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.